Halldór Elías – Síða 42 – Vatnaskógur

Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Unglingaflokkur dagur 5, 7.ágúst.

Höfundur: |2019-10-11T14:21:21+00:008. ágúst 2010|

Morgunninn var hefðbundinn, morgunmatur, fánahylling og biblíulestur. Á biblíulestrinum ræddum við um frið og þá sérstaklega friðinn sem við getum fengið frá Guði. Í kjölfarið af biblíulestrinum drógu stelpurnar sér leynivin en sá leikur verður í gangi þangað til í [...]

Nýir starfsmenn hjá KFUM og KFUK

Höfundur: |2019-10-11T14:21:21+00:006. ágúst 2010|

Nú í ágúst koma til starfa hjá KFUM og KFUK tveir nýir æskulýðsfulltrúar. Þann 3. ágúst hóf Þór Bínó Friðriksson störf en hann er félagsmönnum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars starfað Vatnaskógi, verið í stjórn KFUM og [...]

Frábær stemming á Sæludögum

Höfundur: |2019-10-11T14:21:21+00:003. ágúst 2010|

Um 700 manns voru mætt í gærkvöldi á Sæludaga í Vatnaskógi. Nú eru flest tjaldsvæðin full og stefnir í met gestafjölda. Búast má við enn fleira fólki á staðinn í dag. Dagskrá Sæludaga hófst vel sóttri kvöldvöku í gærkvöldi. Á [...]

Spennandi Sæludagar framundan

Höfundur: |2019-10-11T14:21:21+00:0026. júlí 2010|

Enn á ný halda Skógarmenn KFUM Sæludaga. Tilefnið er halda eftirsóknarverða hátíð án allra vímuefna þar sem höfðað er til allra aldurshópa. Hátíðin er haldin í 20. skiptið en í fyrra sóttu rúmlega 1200 manns hátíðina. Dagskráin verður fjölbreytt og [...]

Á bátunum piltarnir bruna-fréttir frá 3. degi 8. flokks

Höfundur: |2019-10-11T14:21:21+00:0023. júlí 2010|

Vatnaskógi, fimmtudaginn 22. júlí 2010. Drengirnir sváfu mjög vel aðra nóttina sína í hinum fagra Vatnaskógi enda þreyttir eftir langan og viðburðarríkan dag í gær. 30-40 Skógarmenn bættust í hópinn í morgun því skv. lögum Skógarmanna verður maður Skógarmaður eftir [...]

Fara efst