Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0018. júlí 2010|

Það hefur mikið verið um að vera í Vatnaskógi undanfarna dagana. Því miður gengur illa að koma myndum á vefinn vegna bilunar í sendibúnaði Emax hér í dalnum. Búnaðurinn hefur verið í ólagi síðan eftir þrumuveður þriðjudagsins. Við höldum þó [...]

Vatnaskógur: Ævintýrin eru að gerast

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0014. júlí 2010|

Annar ævintýraflokkur sumarsins er hafinn og fylla hann 92 fjörugir drengir margir vanir Skógarmenn, en einnig fáum við að bjóða nýja Skógarmenn velkomna í hópinn. Rúturnar renndu í hlaðið um 11.30 í gær og gengu drengirnir beint í matsalinn og [...]

Vatnaskógur – Heimferð í dag.

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0012. júlí 2010|

Hér koma síðustu skrif mín að þessu sinni. Þar sem þetta er jú síðasti dagurinn í flokknum.Allt hefur gengið vel fyrir sig. Það er greinilegt að flestir ef ekki allir þeir drengir sem hafa dvalið hér eru í mjög góðu [...]

Vatnaskógur – Á bátunum piltarnir bruna

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0011. júlí 2010|

Vikan þýtur fram hjá þegar mikið er um að vera. Það styttist í annan endann á 6. flokki. Dagskráin heldur áfram og mikið um að vera á öllum vígstöðvum. Dagurinn byrjaði með morgunmat, fánahyllingu og biblíulestri. Því næst spiluðu foringjarnir [...]

Fara efst