Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vatnaskógur – Sólin skein

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0010. júlí 2010|

Það rættist úr veðrinu í gær, sólin yljaði okkur gerði okkur auðveldara fyrir...merkilegt að byrja alltaf að tala um veðrið...en við erum jú Íslendingar og þetta er okkar helsta umræðuefni hvar sem við komum. Sökum hvassviðris var því miður ekki [...]

Vatnaskógur – Norðaustan 20 m/s

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:009. júlí 2010|

Drengirnir sem dvelja hérna í Vatnaskógi núna eru mjög meðfærilegir og láta vel að stjórn. Þeir eru yfirleitt fljótir að þagna þegar um það er beðið, fljótir að koma sér í svefn á kvöldin og ganga bara alveg ágætlega vel [...]

Vatnaskógur – HM stemning

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:008. júlí 2010|

Drengirnir hér í Vatnaskógi una sér vel. Veðrið hefur að vísu ekki verið okkur hagstætt, mikið hvassviðri. Það kemur samt ekki í veg fyrir mjög góðan anda hjá strákunum í flokknum. Lítið um heimþrá sem er hið besta mál. Enda [...]

Vatnaskógur – Fjör í 6. flokki

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:007. júlí 2010|

Mikið fjör strax á fyrsta degi í 6. flokki. Rúmlega 90 strákar ætla að skemmta sér hérna hjá okkur næstu daga. Veðrið í gær var stórgott. Lygnt og þokkalega hlýtt. Farið var með þá sem vildu í gönguferð um svæðið. [...]

Brottfarardagur í Vatnaskógi, nýjar lokamyndir

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:005. júlí 2010|

Senn líður að brottför úr Vatnaskógi. Dagskráin. Í dag eru bátar, íþróttahús, fótbolti og Brekkuhlaup (u.þ.b. 2 km.) í gangi til kl. 14:30. Síðan verður pakkað og kaffi um kl. 15:00.Að loknu kaffi er lokastund þar sem flokkurinn er gerður [...]

Sunnudagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:004. júlí 2010|

Sunnudagur er runninn upp í Vatnaskógi, fagur og bjartur. Dagskráin: Forkeppni biblíuspurningarkeppninnar var haldið eftir morgunmatinn og síðan Skógarmannaguðsþjónusta og síðan taka margvísleg viðfangsefni dagsins við. Áhugamenn um báta geta glaðst því nú er prýðilegt bátaveður og meðal annars tuðrudráttur [...]

Fara efst