Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Útileikir í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0022. júlí 2009|

Hér í Vatnaskógi hefur blásið talsvert og því höfum við ekki enn getað opnað bátana. Þrátt fyrir það hefur nóg verið að gera gera. Í gær fengum við góða heimsókn frá dönskum hóp frá hreyfingunni FDF. Þau tóku þátt í [...]

Veðurblíða í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0022. júlí 2009|

Veðrið lék við okkur hér í Vatnaskógi í gær. Sólin skein og það var stillilogn. Það er ekki hægt að segja annað drengirnir hafi kæst mjög yfir því að bátarnir voru opnir og get ég fullyrt að hver einasti drengur [...]

Veisludagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0022. júlí 2009|

Þá er komið að veisludegi hér í Vatnaskógi og í kvöld koma drengirnir heim. Rúturnar leggja af stað héðan úr Vatnaskógi kl. 20:00 og verða því komnar til Reykjavíkur á Holtaveg 28 um 21:00. Þeir foreldrar sem ætla að sækja [...]

Mikið að gerast í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0022. júlí 2009|

Það er svo sannarlega nóg um að vera hjá drengjunum hér í Vatnaskógi. Í gær var meðal annars keppt í þrístökki, spjótkasti, 1500m hlaupi og langstökki án atrennu. Frjálsíþróttakeppnin fer fram milli borða og fá drengirnir stig fyrir sitt borð [...]

Sól og blíða í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:0022. júlí 2009|

Sólin skein í heiði hér í Vatnaskógi í gær og allir nutu veðurblíðunnar. Aðalviðfangsefni dagsins var gönguferð í hylinn, en hylurinn er í gili hér hinum megin við vatnið. Það er gengið héðan frá Vatnaskógi og þegar komið er í [...]

Vatnafjör og víðavangshlaup í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:0022. júlí 2009|

Veðrið lék við okkur Skógarmenn hér í gær, sólin kíkti fram úr skýjunum og vatnið var alveg kyrrt. Við hófum morgundagskrána á því að fara í hermannaleik, það er klemmuleikur þar sem drengirnir berjast um klemmur á milli liða. Leikurinn [...]

Vatnaskógur: Allt á fullu!

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0024. júní 2009|

Það voru þreyttir drengir sem mættu í morgunmat í gærmorgun, enda búnir að vera á fótum langt fram eftir kvöldið áður. Þeir voru vaktir við fiðluleik klukkan 9. Eftir fánahyllingu að loknum morgunmat var morgunstund, þar sem að drengirnir koma [...]

Vatnaskógur: Stuð í ævintýraflokki

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0023. júní 2009|

4. flokkur 2009 í Vatnaskógi, ævintýraflokkur, er hafinn. 95 fjörugir drengir mættu undir hádegi fullir eftirvæntingar. Eftir nafnakall snæddu drengirnir kjúklinganagga á mettíma. Strax eftir hádegismat var boðið upp á öfluga dagskrá og gátu drengirnir valið á milli fjölmargra dagskrártilboða: [...]

Vatnaskógur – Veisludagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:36+00:0021. júní 2009|

Þá erum við að komast á lokapunktinn í 3. flokki hér í Vatnaskógi. Það verða lúnir en vonandi glaðir drengir sem skila sér heim í kvöld. Ég ákvað að skrifa síðasta pistil flokksins núna, þar sem ekki gefst tími til [...]

Fara efst