Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Feðginaflokkur í Vatnaskógi 16. til 18. maí

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:005. maí 2014|

Helgina 16.-18. maí verður feðginaflokkur í Vatnaskógi og er flokkurinn ætlaður feðrum og dætrum frá 6 ára aldri. Íþróttir - Bátar - Gönguferðir - Kvöldvökur - Heitir pottar - Leikir Fræðslustundir - Kassabílar - Fræðslustundir og margt fleira. Gott tækifæri fyrir [...]

Aðalfundur Skógarmanna KFUM 27.mars

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:0026. mars 2014|

Fimmtudagskvöldið 27.mars kl. 20:00 er aðalfundur Skógarmanna KFUM sem starfrækja Æskulýðsmiðstöð KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Fundurinn fer fram á Holtavegi 28 og almenn aðalfundarstörf fara fram á fundinum. Athygli er vakin á því að tillaga um lagabreytingar verða lagðar [...]

Lagabreyting Skógarmanna KFUM

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:0024. mars 2014|

Stjórn Skógarmanna mælist til þess að eftirfarandi lagabreyting verði samþykkt: Núgildandi 4. gr. sem hljóðar í dag svona: 4. grein: Skipan stjórnar Stjórn Skógarmanna KFUM, skal skipuð sjö karlmönnum sem allir skulu vera fullgildir félagar í KFUM og KFUK á [...]

Frábær byrjun í skráningu

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:0020. mars 2014|

Þó fátt minni á sumarið skorti ekkert á viðbrögð fólks í gær þegar skráning hófst í sumarbúðir og á leikjanámskeið KFUM og KFUK. Skráning hófst kl. 18.00 og þremur tímum síðar höfðu rúmlega 600 börn skráð sig til þátttöku fyrir [...]

Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi 7.- 9. febrúar 2014

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:004. febrúar 2014|

Dagana 7. til 9. febrúar n.k. verður fjölskylduflokkur í Vatnaskógi, með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá (sjá fyrir neðan). Í fjölskylduflokk er gott að vera og notalegt andrúmsloft. Þar gefst frábært tækifæri til að eiga góðan tíma saman. Boðið er uppá [...]

Fara efst