Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

6.flokkur – Vatnaskógur: Veisludagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0012. júlí 2012|

Í dag er síðasti heili dagurinn í 6. flokki. Veðrið er yndislegt og er núna leikur drengja og foringja í fótbolta. Í gær fórum við í svokallaðan Hermannaleik þar sem hópnum er skipt í 2 lið Oddverja og Haukdæli. Markmið [...]

6.flokkur – Vatnaskógur: Fyrstu 2 dagarnir

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0011. júlí 2012|

Fyrstu 2 dagar flokksins voru heldur vindasamir og voru því bátarnir lokaðir að mestu. Boðið var uppá margt annað í staðinn einsog hoppukastala í íþróttahúsi, ýmis mót, fótbolta, frjálsar, víkingaróður, mótorbátsferðir og margt annað skemmtilegt. Einnig kom Kalli Kanína í [...]

3.flokkur Vatnaskógur – Netið er bilað

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0019. júní 2012|

Öllum líður vel og allt gengur ljómandi vel upp í Vatnaskógi. Því miður er netið niðri eins og er og þess vegna eru ekki myndir eða nánari fréttir komnar inn. Verið er að vinna í því að laga þetta og vonandi [...]

Fara efst