Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Heilsudagar karla í Vatnaskógi 16.-18. september

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0012. september 2011|

Helgina 16. - 18. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi. Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára. Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu [...]

Vatnaskógur – 10. flokkur – Fréttir frá 3. degi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:0011. ágúst 2011|

Vatnaskógi, fimmtudaginn 11. ágúst 2011. Veðrið heldur áfram að leika við okkur Skógarmenn. Í gær, þegar ég vaknaði snemma um morguninn var Eyrarvatn spegilslétt og sólin brosti sínu blíðasta til okkar. Eftir morgunmat var fáninn hylltur um leið og hann [...]

Útilega eða bíókvöld (Vatnaskógur)

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:005. ágúst 2011|

Rétt í þessu kom 31 veðurbarin unglingur ásamt foringjum ofan frá Kúavallafossum, þar sem þau gistu úti í léttum úða og ágætu roki í nótt. Er það mat okkar að sjaldan hafi bornin litið frísklegar út en einmitt núna. Á [...]

Ekkert slegið af hingað til (Vatnaskógur)

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:004. ágúst 2011|

Dagurinn í gær endaði á brjálaðri Wipe Out keppni á íþróttavellinum, þar sem þátttakendur rennblotnuðu þegar þeir reyndu að komast yfir margvíslegar þrautir sem ég kann ekki að útskýra í svona færslu. Reyndar má e.t.v. halda því fram að dagurinn [...]

Unglingaflokkur hafinn (Vatnaskógur)

Höfundur: |2019-10-11T14:21:18+00:003. ágúst 2011|

Nú er unglingaflokkur hafinn í Vatnaskógi og á staðnum eru rétt tæplega 70 unglingar. Dagskráin í gær hófst að krafti og nú þegar hefur verið boðið upp á leiklistarnámskeið og 60m hlaup, vatnatrampólín og tímaskyn, báta og langstökk, knattspyrnu og [...]

Fara efst