Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Nokkrar fréttir úr Vatnaskógi 5. flokkur

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:004. júlí 2018|

Hér eru nokkrar fréttir úr Vatnskógi:Kvöldvakan í gær: Á kvöldvökunni í gær var byrjað á að sýna æsispennadi vítaspyrnukeppni í leik Englands og Kólumbíu síðan leikrit, framhaldsaga og loks endað með hugvekju  þar sem gefin sérstakur sögunni úr biblíunni um synina tvo [...]

5. flokkur Vatnaskógur komin vel í gang.

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:003. júlí 2018|

5. flokkur: Flokkurinn kom í gær og þá var boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Knattspyrnumótið fór í gang, frjálsíþróttamótið hófst með keppni í kúluvarpi, boðið var upp á smíðaverkstæði og báta. Einhverjir drengir stöldruðu við í HM stofunni okkar og horfðu [...]

5. flokkur Vatnaskógar

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:003. júlí 2018|

Það komu hressir tæplega 100 drengir í 5. flokk Vatnaskógar og munu dvelja í Skóginum þessa vikuna. Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Benjamín Pálsson, Dagur Adam Ólafsson, Benedikt Guðmundsson, Fannar Logi Hannesson, Ögmundur Ísak Ögmundsson, Ástráður Sigurðsson [...]

Lokafréttir af fjórða flokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0030. júní 2018|

Í dag, laugardag 30. júní, er síðasti dagur 4. flokks þetta árið. Eftir viðburðaríkt veislukvöld í gærkvöldi verða drengirnir vaktir kl. 9:30. Morgunmatur hefst kl. 10:00 og að honum loknum er fánahylling og Skógarmannaguðsþjónusta. Að henni lokinni munu drengirnir pakka og [...]

Útsof og sundferð

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0029. júní 2018|

Eftir langa dagskrá í fyrradag, ákváðum við að leyfa drengjunum að sofa út í gærmorgun og hefja ekki dagskrá fyrr en með valfrjálsum morgunmat kl 10 og morgunstund kl 10:30. Að stundinni lokinni fóru drengirnir í skotbolta í íþróttahúsinu, því [...]

Ævintýradagur í ævintýraflokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0028. júní 2018|

Í gær var sannkallaður ævintýradagur í Vatnaskógi. Boðið var upp á drulluknattspyrnu, fjallgöngu, vatnatrampólín og vatnafjör svo fátt eitt sé nefnt. Kvöldvakan var í styttri kantinum en í stað þess að segja kvöldsögu buðum við drengjunum að horfa á miðnæturbíó, [...]

Vonbrigði en stolt

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0027. júní 2018|

Í gær horfðu drengir og starfsfólk saman á Ísland-Króatíu. Stemningin hér í HM stofunni í Birkiskála var frábær og gleðin þegar Gylfi Þór Sigurðsson skoraði var ósvikin. Í hálfleik var boðið upp á pylsupartý við mikla kátínu drengjanna. HM stofan [...]

Fjölbreytt dagskrá fyrsta daginn

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0026. júní 2018|

Þrátt fyrir að 4. flokkur hafi byrjað á rólegu nótunum í gær, var boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Knattspyrnumótið fór í gang, frjálsíþróttamótið hófst með keppni í kúluvarpi, boðið var upp á smíðaverkstæði og báta. Einhverjir drengir stöldruðu við í [...]

Fjórði flokkur hafinn

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0025. júní 2018|

Fjórði flokkur Vatnaskógar er rétt nýhafin en 87 drengir verða í Skóginum þessa vikuna. Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Gunnar Hrafn Sveinsson, Benjamín Pálsson, Matthías Guðmundsson, Kári Þór Arnarsson, Þráinn Andreuson, Davíð Guðmundsson og Ástráður Sigurðsson. Þá [...]

Brottfarardagur framundan

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0023. júní 2018|

Í dag, sunnudag 24. júní, er síðasti dagur 3. flokks þetta árið. Drengirnir verða vaktir 30 mínútum seinna en venjulega, eða kl. 9:00. Morgunmatur hefst kl. 9:30 og að honum loknum er fánahylling og Skógarmannaguðsþjónusta. Að henni lokinni verður leikur [...]

Fara efst