Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Önnur úrslit en vonast var eftir

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0023. júní 2018|

Gærdagurinn náði hápunkti þegar að drengirnir sungu með í þjóðsöngnum fyrir leik Íslands og Nígeríu. Spennan var mikil og vonbrigðin nokkur þegar Nígeríumenn skoruðu sitt fyrsta mark. Við seinna mark Nígeríumanna fækkaði nokkuð í HM stofunni hér í Vatnaskógi, en [...]

Húlamethafi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0022. júní 2018|

Enn einn dagurinn er liðinn hér í 3. flokki með miklu fjöri. Svínadalsdeildin í knattspyrnu er í fullum gangi, bátarnir og smíðaverkstæðið hafa verið opin í allan dag. Fjöldi drengja horfði á leik Argentínu og Króatíu á HM stofunni. Kvöldvakan [...]

Að verða Skógarmaður

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0021. júní 2018|

Eftir að hafa gist í tvær nætur í Vatnaskógi í hefðbundnum dvalarflokki í sumarbúðunum eru dvalargestir með formlegum hætti Skógarmenn KFUM. Við segjum stundum að þeir gangi inn í eigandahóp sumarbúðanna Vatnaskógi ásamt með 14-15.000 öðrum núlifandi Íslendingum. Dagskráin í [...]

Góð stemning í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0020. júní 2018|

Í mörg ár hef ég byrjað fyrstu dagbókarfærslu nýs flokks með umfjöllun um heimþrá og hvernig við tökumst á við heimþrá hér í Vatnaskógi (eldri færsla, með fræðsluinnleggi í lokin). Það er hins vegar lítil þörf á því í þessum [...]

Þriðji flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0018. júní 2018|

Þriðji flokkur Vatnaskógar hefst í fyrramálið þegar rétt um 100 drengir mæta á svæðið. Mæting við rútuna úr Reykjavík er kl 9:30 og brottför er kl 10:00. Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Gunnar Hrafn Sveinsson, Benjamín Pálsson. [...]

Sjálfboðaliðar á Sæludögum

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:005. júní 2018|

Skógarmenn KFUM standa fyrir vímulausri hátíð fjölskylduhátíð um Verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi. Dagskráin er í anda sumarbúða KFUM og KFUK og höfðar til flestra. Sjálfboðaliðar á öllum aldri (15 ára og eldri) gegna mikilvægu hlutverki á hátíðinni og [...]

Sumarbúðablað KFUM og KFUK

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0022. febrúar 2018|

Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2018 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 1. mars kl. 13:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík og á vefnum á www.sumarfjor.is. Hægt er að [...]

Spennandi sumarvinna hjá KFUM og KFUK

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0019. janúar 2018|

Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum [...]

Herrakvöld KFUM

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0024. október 2017|

Herrakvöld KFUM til stuðnings Birkiskála í Vatnaskógi verður haldið fimmtudaginn 2. nóvember og hefst kl. 19:00. Boðið verður upp á stórkostlegan mat og vönduð skemmtiatriði. Veislustjórar verða Benjamín Pálsson og Ögmundur Ísak Ögmundsson. Ari Eldjárn kitlar hláturtaugarnar. Karlakór KFUM undir [...]

Nú fer að koma að því! – Kvöldvaka sumarbúðanna

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0014. ágúst 2017|

Kvöldvaka sumarbúðanna verður haldin í annað sinn þann 18. ágúst. Fjörið byrjar klukkan 19:00 á grasinu fyrir aftan Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Hoppukastalar, útileikir og andlitsmálning verða í boði að kostnaðarlausu. Sjoppan verður að sjálfsögðu opin og þar [...]

Fara efst