Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Bátafjör í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Lognið sem við höfum verið að bíða eftir kom loks í gær. Það var mikil gleði yfir því að hægt væri að opna bátana og satt best að segja fór hver og einn einasti drengur allavega einu sinni út á [...]

Hermannaleikur og brennó í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Það blés vel á okkur hér í Skóginum í gær og hitastigið heldur lægra en við erum vanir svona á sumardögum. En auðvelt erað klæða sig eftir veðri og það gerðu drengirnir enda skemmtileg dagskrá útivið. Eftir hádegismat var farið [...]

Vatnaskógur: Heimkoma í kvöld

Höfundur: |2019-10-11T14:21:24+00:0022. júlí 2009|

Í dag er veisludagur í Vatnaskógi og verður mikið um að vera hjá drengjunum. Heimkoma er klukkan 21.00 að Holtavegi 28 (húsi KFUM og KFUK) í kvöld. Þeir foreldrar sem ætla að sækja drengi sína í Vatnaskóg vinsamlegast tilkynnið það [...]

Vatnaskógur: Ljómandi Lindarrjóður

Höfundur: |2019-10-11T14:21:24+00:0022. júlí 2009|

Gærdagurinn í Vatnaskógi var hreint ævintýrlegur eftir hefðbunda morgundagskrá þar sem að bátarnir skipuðu stóran sess ásamt knattspyrnunni var haldið í langferð. Ferðinn var heitið í gil hinum megin við Eyrarvatn og til þess að komast þangað þurftu drengirnir að [...]

Vatnaskógur: 5. flokkur 2009

Höfundur: |2019-10-11T14:21:24+00:0022. júlí 2009|

Þá er 5. flokkur sumarsins 2009 hafinn í Vatnaskógi. Það voru 97 fjörugir dregnir sem streymdu út úr rútunum í gærmorgun kl. 11.30 strax og þeir mættu komu þeir sér fyrir á borði. Í matsalnum er setið við sjö langborð [...]

Vatnaskógur: Á bátunum piltarnir bruna

Höfundur: |2019-10-11T14:21:24+00:0022. júlí 2009|

Á kvöldvökum í Vatnaskógi er söngurinn á bátunum piltarnir bruna alltaf sunginn og má segja að það sé viðeigandi í þessum flokki því nær allir drengirnir hafa farið á bát og það oftar en einu sinni. Það eru allt að [...]

Vatnaskógur: Líf og fjör í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:24+00:0022. júlí 2009|

Það er svo sannarlega líf og fjör í Vatnaskógi! Í gær var gott veður og öflug dagskrá. Drengirnir voru vaktir klukkan 8.30 og fóru í morgunmat og eftir morgunmat var fánahylling. Eftir fánahyllingu var morgunstund í Gamla skála, en hver [...]

Vatnaskógur: Táp og fjör og frískir menn

Höfundur: |2019-10-11T14:21:24+00:0022. júlí 2009|

Söngurinn Táp og fjör og frískir menn kemur í hug þegar hugsað er um þennan hóp drengja. Drengirnir eru fjörugir og hafa gaman af lífinu. Í gær voru þeir vaktir að venju klukkan 8.30 og morgunmatur klukkan 9.00. Drengirnir eru [...]

Vatnaskógur: Útilegumenn í Skógarkirkju

Höfundur: |2019-10-11T14:21:24+00:0022. júlí 2009|

Þriðji dagurinn í Vatnaskógi hófst á hefðbundum tíma, en drengirnir voru vaktir við fagran fuglasöng um klukkan 8.30 og morgunmatur var klukkan 9.00. Veður var mjög gott heiðskírt, logn og 12 - 15 stiga hiti og var því mikil eftirvænting [...]

Fara efst