Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Stúlknaflokkur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0021. júlí 2016|

Fyrsti stúlknaflokkurinn í Vatnaskógi hófst í dag. Á staðnum eru rúmlega 30 stúlkur og á annan tug starfsmanna. Foringjar í stúlknaflokki sem annast dagskrá og umönnun stúlknanna eru Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Kristín Sigrún Magnúsdóttir,  Gríma Katrín Ólafsdóttir, Ingibjörg Lóreley Zimsen Friðriksdóttir, Hrafnhildur [...]

Í lok veislukvöldvöku í 7. flokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0019. júlí 2016|

Nú líður að lokum enn eins flokksins í Vatnaskógi. Nú í kvöld (þriðjudag) var boðið upp á vandaða dagskrá auk þess sem strákarnir voru hvattir til að fara í sturtu og klæða sig í betri fötin fyrir veislukvöldvökuna. Hópur drengja [...]

Veisludagur framundan

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0019. júlí 2016|

Í dag er veisludagur í Vatnaskógi. Á veisludegi er boðið upp á síðustu greinarnar í frjálsíþróttamótinu okkar, lokaleikir Skeljungsbikarkeppninnar í knattspyrnu eru spilaðir, boðið er upp á fjölbreytta dagskrá að vanda í íþróttahúsinu. Drengirnir eru hvattir til þess að ljúka [...]

Sæludagar 2016

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0018. júlí 2016|

Nú styttist í Sæludaga í Vatnaskógi yfir verslunarmannahelgina dagana 28. júlí – 1. ágúst 2016. Dagskráin er komin í hús og hægt að nálgast hér ásamt ýmsum öðrum upplýsingum. Ekki er verra að fylgjast með á Facebook síðunni: Sæludagar í Vatnaskógi eða á [...]

Gamlir Skógarmenn og góður staður

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0018. júlí 2016|

Fréttir af Vatnaskógi í dag eru í lengri kantinum, svo ef til vill er best að taka fram hér í upphafi að öllum líður vel. Öll dagskrá gengur eins og best er á kosið og veðrið er yndislegt. Í gær [...]

Fréttir af flugum og fleiru

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0017. júlí 2016|

Margir drengir nýttu sér vatnið til skemmtunar í gær, fóru á báta, stukku út í og/eða fóru að veiða. Dagskráin var hefðbundin hér í skóginum og á kvöldvökunni heyrðu drengirnir söguna af hirðinum sem skilur 99 sauði eftir til að [...]

Leikrit, útileikir og leynifélag

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0016. júlí 2016|

Fyrsti dagurinn gekk eins og í sögu hér í Vatnaskógi. Strákarnir tóku virkan þátt í dagskránni, hvort sem það var á bátum, í íþróttahúsinu, í 60 m hlaupi eða kúluvarpi svo fátt eitt sé nefnt. Þá tók hópur drengja þátt [...]

Starfsfólk í 7. flokki í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0016. júlí 2016|

Nú er sjöundi flokkur í Vatnaskógi hafinn. Á svæðinu eru tæplega 100 drengir og rúmlega tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Foringjar í 7. flokki sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Páll Ágúst Þórarinsson, Birkir Bjarnason, Gísli Felix, Dagur Adam Ólafsson, Benjamín Gísli [...]

Loksins logn

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0013. júlí 2016|

Þegar ég vaknaði í morgun (miðvikudaginn 13. júlí) var það fyrsta sem ég veitti athygli að verulega hefur dregið úr vindstyrknum hér í Vatnaskógi eftir fimm daga af stífri norðaustanátt. Það má því reikna með að bátar og vatnafjör muni verða [...]

Fara efst