Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Starfsfólk fjórða flokks

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0028. júní 2016|

Nú er fjórði sumarbúðaflokkur sumarsins að fara í fullan gang hér í Vatnaskógi. Drengirnir eru rétt tæplega 100 talsins og fjörið er rétt að hefjast. Þessa viku eru yfir 20 starfsmenn og sjálfboðaliðar í skóginum. Elsti starfsmaðurinn kominn rétt yfir [...]

Feðginaflokkur – Dagskrá og upplýsingar

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:001. júní 2016|

Feðginaflokkur Vatnaskógar hefst á föstudaginn, 3. júní, og er enn hægt að skrá sig í hann hérna. Að fara í feðginaflokk er gott tækifæri fyrir feður að koma í Vatnaskóg og rifja upp gamlar minningar eða kynnast þessum frábæra stað. [...]

Sumarstarfsfólk KFUM og KFUK

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:006. maí 2016|

Þessar vikurnar er sumarstarfsfólk KFUM og KFUK að gera sig tilbúið fyrir spennandi sumar í sumarbúðum félagsins. Á annað hundrað starfsmanna munu í sumar bjóða upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Allt starfsfólk [...]

Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi 5.-7. febrúar

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:0025. janúar 2016|

Fyrstu helgina í febrúar verður haldin fjölskylduflokkur í Vatnaskógi með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskylduna að verja tíma saman og efla fjölskyldutengslin í notalegu andrúmslofti. Í flokknum er boðið upp á frábært umhverfi, afslappaða og [...]

Sumarstörf hjá KFUM og KFUK 2016

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:009. janúar 2016|

Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum [...]

Sæludagar 2015

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:009. júlí 2015|

Nú styttist í Sæludaga í Vatnaskógi yfir verslunarmannahelgina dagana 30. júlí - 3. ágúst 2015. Dagskráin er komin í hús og hægt að nálgast hér ásamt ýmsum öðrum upplýsingum. Ekki er verra að fylgjast með á Facebook síðunni: Sæludagar í Vatnaskógi. Allir [...]

Mýbit í sumarbúðum

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:002. júlí 2015|

Nýlega hefur borið mikið á fréttum af mýbiti á suðvesturhorni landsins þar sem sumarbúðirnar okkar Vatnaskógur, Vindáshlíð og Ölver eru staðsettar. Okkur hafa borist fregnir af slíkum bit tilfellum hjá starfsfólki og börnum sem hafa dvalið í sumarbúðunum, bæði í [...]

Fara efst