Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Flokkaskrár fyrir sumarið 2014 komnar

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:008. janúar 2014|

Það er spennandi sumar framundan hjá okkur KFUM og KFUK og eflaust ótal skemmtilegar stundir í sumarbúðum og leikjanámskeiðum okkar. Nú eru flokkaskrár sumarbúðanna aðgengilegar á netinu og ekki seinna vænna en að kíkja á þær og skipuleggja sumarið. Hægt [...]

Opið fyrir starfsumsóknir 2014

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:007. janúar 2014|

Hægt er að sækja um störf með rafrænum hætti vegna sumarstarfa í sumarbúðir og á leikjanámskeið KFUM og KFUK fyrir sumarið 2014 . Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi.  Spennandi, gefandi og fjölbreytt sumarstörf eru í boði hjá Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, [...]

Jólakort Vatnaskógar til sölu

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:0021. nóvember 2013|

Jólakortin frá Vatnaskógi eru nú til sölu í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK. Kortin eru gefin út af Skógarmönnum og eru þetta svo sannarlega falleg jólakort og ekki er það af verri endanum að geta styrkt Skógarmenn á sama tíma og ástvinir [...]

Óskilamunir sumarstarfsins 2013

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:0026. september 2013|

Við viljum minna á að síðasti dagur til að vitja óskilamuna frá sumarstarfi KFUM og KFUK er 1. október ´13. Mikið magn hefur safnast upp í Þjónustumiðstöðinni og viljum við hvetja foreldra til koma og sækja þessa muni. Í október [...]

Vatnaskógur – 10. flokkur – Dagur 4.

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:0010. ágúst 2013|

Gærdagurinn var uppátækjasamur hjá drengjunum. Við fengum svar við okkar bænum og norðaustanáttin hætti. Veðrið var skýjað, 12 gráður og logn. Bátarnir opnuðu því við mikinn fögnuð drengjanna og voru þeir vinsælir. Maturinn hér hefur verið reglulega góður og borða [...]

Vatnaskógur – 10. flokkur – Dagur 3.

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:008. ágúst 2013|

Í dag var fyrsti dagur í hausti í Vatnaskógi. 7 gráðu hiti og hvöss norðaustanátt tók við okkur í morgun þar sem við fórum af stað inn í daginn. Inni í íþróttahúsi var boðið upp á þétta dagskrá. Borðtennismót hófst [...]

Fara efst