Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Valkrafa í heimabanka

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0030. apríl 2013|

Í dag urðu þau leiðu mistök við stofnun valkrafna í heimabönkum þeirra sem fengu blað Skógarmanna KFUM, Lindina, að stofnuð var innheimtukrafa en ekki valkrafa vegna mistaka hjá bankanum. Beðist er afsökunar á þessum mistökum en þau hafa nú verið [...]

Starfsmannanámskeið sumarbúðanna

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0017. apríl 2013|

Þriðjudaginn 16. apríl var fyrsti námskeiðsdagur fyrir starfsfólk sumarbúðanna 2013. Um fjörtíu starfsmenn úr öllum sumarbúðum félagsins komu saman og meðal efnis þennan fyrsta dag var fræðsla um það hver við erum og hvað við boðum. Þá voru kenndir ýmsir [...]

Spennandi miðnæturíþróttamót framundan

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0016. nóvember 2012|

Í dag, föstudaginn 16. nóvember og fram á morgundaginn, laugardagsinn 17. nóvember verður haldið miðnæturíþróttamót unglingadeilda æskulýðsstarfsins í Vatnaskógi. Keppt verður í fjölmörgum hefðbundnum og óhefðbundnum íþróttagreinum milli unglinga í deildarstarfi KFUM og KFUK á Íslandi. Brottför verður kl. 18 [...]

Óskilamunir frá sumarstarfinu

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0027. september 2012|

Við viljum minna á að síðasti dagur til að vitja óskilamuna frá sumarstarfi KFUM og KFUK er 1. október ´12. Mikið magn hefur safnast upp í Þjónustumiðstöðinni og viljum við hvetja foreldra til koma og sækja þessa muni. Í október [...]

Sæludagaleikar 2012: Úrslit – Vinningar á Holtavegi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0010. ágúst 2012|

Á Sæludögum í Vatnaskógi um nýliðna verslunarmannahelgi fóru fram Sæludagaleikarnir, þar sem gestir á ýmsum aldri öttu kappi í frjálsum íþróttum, WipeOut, kraftakeppni og kassabílarallýi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit leikanna og lista yfir þá sem báru sigur úr [...]

Fara efst