Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vel heppnaðir Sæludagar í Vatnaskógi að baki

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:007. ágúst 2012|

Fjölskylduhátíðin Sæludagar var haldin í Vatnaskógi á vegum Skógarmanna KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi nú um nýliðna verslunarmannahelgi. Hátíðin gekk vel fyrir sig og góð stemmning ríkti, og skartaði Vatnaskógur sínu fegursta í veðurblíðunni sem lék við gesti. [...]

10.flokkur – Vatnaskógur: Veisludagur og lokadagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0028. júlí 2012|

Það var ótrúlega fallegur morgun í Lindarrjóðri. Eftir morgunmat og fánahyllingu var ákveðið að færa morgunstundina út í skógarkirkju, en það er rjóður uppi í skógi hjá okkur. Frábær morgunstund í glampandi sól. Strákarnir lærðu um heiðarleika og farið var [...]

Sæludagar í Vatnaskógi nálgast: Gospelsmiðjur, ZUMBA og margt fleira á dagskrá

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0027. júlí 2012|

Nú styttist í Sæludaga í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina, dagana 2.- 6.ágúst,  sem eru vímulaus fjölskylduhátíð og skemmtilegur valkostur um þessa vinsælu ferðahelgi. Svæðið opnar að þessu sinni á fimmtudagskvöldið 2. ágúst. Fjölmargir spennandi dagskrárliðir verða í boði að venju, meðal [...]

10.flokkur – Vatnaskógur: Veisludagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0027. júlí 2012|

Drengirnir fengu að sofa 30 mínútum lengur í morgun og voru vaktir klukkan 9:00. Heitt kakó og brauð með áleggi beið þeirra í matsalnum. Veðrið hefur verið mjög gott í dag, sólin skín á okkur og það er smá gola. [...]

10. flokkur í Vatnaskógi: 26. júlí

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0026. júlí 2012|

Drengirnir voru vaktir kl. 8:30 í morgun eins og venjulega. Eftir morgunstund og biblíulestur var boðið upp á ýmsa dagskrá. Þar má helst nefna báta, frúin í hamborg – keppni, 1500 metra hlaup, frisbígolfkennsla, busl í vatninu ásamt því að [...]

Fara efst