Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Sautjándi júní í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0017. júní 2010|

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní rann upp fagur og bjartur. Drengirnir vöknuðu við vinsælan slagara um þennan merka dag. Auk hefðbundnar fánahyllingar þá var hlustað á Þjóðsönginn. Dagskrá eftir hádegi hófst með ávarpi Fjallkonunnar í Lindarrjóðri við styttu sr. Friðriks Friðrikssonar stofnanda [...]

Vatnaskógur 3. flokkur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0016. júní 2010|

Það er hress og fínn hópur drengja sem er mættur í 3. flokk Vatnaskógar. Góður gangur er á öllum sviðum og eru drengirnir duglegir að taka þátt í viðburðum. Bátarnir og smíðastofan heilla en einnig er menn mjög virkir í [...]

Vatnaskógur – 2. flokkur lokadagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0014. júní 2010|

Nú er runninn upp lokadagur í 2. flokki. Flokkurinn hefur gengið vel. Í hádeginu var pizzaveisla sem vakti mikla lukku. Margt er í boði núna s.s. bátar, smíðaverkstæði, fótbolti, golf, íþróttáhúsið ofl. Senn mæta drengirnir og pakka niður. Eftir kaffið [...]

Vatnaskógur-sunnudagur í 2. flokki

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0013. júní 2010|

Upp er risinn sunnudagur, bjartur og fagur. Drengirnir fengu að sofa út í morgunn, þ.e. til kl. 9.00. Flestir nýttu sér þann munað en aðrir voru vaknaðir. Í morgun var skógarmannamessa eins og venja er á sunnudögum. Tveir drengir lásu [...]

Vatnaskógur 2. flokkur, dagur þrjú.

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0011. júní 2010|

Heil öll. Nú eru komnar myndir. Smella á sumarbúðir, Vatnaskógur, myndir, sumar 2010, 2. flokkur. EÐA BARA HÉRNA Allt gengur vel. Strákarnir kátir og söngglaðir. Síðdegis í gær fór að rigna. Í morgun rigndi mikið en nú í þessum orðum [...]

2. flokkur Vatnaskógi, sól og sumar

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0011. júní 2010|

Sólin hefur vermt okkur í dag. Ég fékk sterk viðbrögð við skrifum mínum í gær þess efnis að sumarbúðadvöl drengja væri oftar erfiðari fyrir mæður en þá sjálfa. Margar könnuðust við sig í þeim skrifum. Dagurinn í dag hefur verið [...]

Gauraflokkur – Lokadagur í dag

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:007. júní 2010|

Lokadagur Gauraflokks er í dag. Von er á rútunni á Holtaveg kl 16:30. Við viljum minna foreldra á að staldra við og fara vel yfir tapað fundið. Farið er vel yfir staðinn og allar flíkur sem ekki eru komnar ofan [...]

Gauraflokkur – 2. dagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:005. júní 2010|

Tveir góði dagar í röð. Gosöskufjúk var ekki mikið hér í Vatnaskógi miðað við lýsingar úr bænum og annarstaðar. Drengirnir voru úti allann daginn í sólinni og hlýju veðri. Reynt heftur verið að smyrja sólaráburði á drengina eftir þörfum, við [...]

Gauraflokkur 2010 – Fyrsti dagurinn og myndir

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:004. júní 2010|

Fyrsti dagur Gauraflokks hefur gengið vel. Þetta er í fjórða skiptið sem við bjóðum drengjum með ADHD og skyldar raskanir að koma í Gauraflokk til okkar í Vatnaskóg. Viðtökur hafa verið framar björtustu vonum og í morgun mættu 53 drengir [...]

Fara efst