Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vatnaskógur gerður klár fyrir sumarstarfið

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0023. maí 2010|

Nú er Vatnaskógur er að komast í sumarskrúðann. Margir hafa lagt sitt af mörkum til þess að gera staðinn tilbúinn fyrir sumarstarfið. Eldhússtúlkur undir forystu ráðskonunnar Valborgar hafa þrifið staðinn af miklum metnaði hátt og lágt á sama tíma og [...]

Vinnuflokkur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0020. maí 2010|

Vinnuflokkur verður í Vatnaskógi laugardaginn 22. maí á milli kl. 9:00 og 17:00. Verkefnin verða af ýmsum toga m.a. Umhverfi nýja skálans verður snyrt og lagfært m.a. þökulögn 80m² Borin sandur, fræ og áburður á knattspyrnuvöllinn (fullbókað í það verkefni) [...]

Skráning í Stelpur í stuði og Gauraflokk

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0019. maí 2010|

Skráning í Stelpur í stuði og Gauraflokk, sumarbúðir fyrir krakka með AD/HD og skyldar raskanir, er í fullum gangi. Til þess að skrá í þessa flokka þarf að fara inn á sérstakt umsóknarform sem má finna hér: Stelpur í stuði [...]

Feðginaflokkur í Vatnaskógi 14. til 16. maí

Höfundur: |2019-10-11T14:21:22+00:0013. maí 2010|

Enn á ný býður Vatnaskógur uppá flokka fyrir feður og dætur þeirra -feðginaflokka. Hefur þessi nýi möguleiki mælst afar vel fyrir. Feðginaflokkur 2010 verður dagana 14. til 16. maí 2010. Vatnaskógur býður uppá heillandi umhverfi sem er tilvalið til leikja [...]

Kaffisala – Tónleikar

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:0021. apríl 2010|

Nú er sumarið að nálgast og sumardagurinn fyrsti á morgun: Við minnum á kaffisölu Skógarmanna og um kvöldið blása Skógarmenn síðan til stórtónleika. Eins og flestum er kunnugt eru Skógarmenn að reisa nýjan svefn- og þjónustuskála og mun allur ágóði [...]

Kaffisala og stórtónleikar Skógarmanna

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:0019. apríl 2010|

Kaffisala og stórtónleikar Skógarmanna - á Holtavegi 28 Á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl verður kaffisala Skógarmanna. Um kvöldið blása Skógarmenn síðan til stórtónleika. Eins og flestum er kunnugt eru Skógarmenn að reisa nýjan svefn- og þjónustuskála og mun allur [...]

Skógarvinir í vorferð í Vatnaskóg

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:0010. apríl 2010|

Um helgina fóru í Vatnaskógi nokkrir strákar úr Skógarvinum sem er deild í KFUM og KFUK. Farið var upp í Vatnaskóg á föstudag og komið heim á laugardeginum. Þegar komið var í Vatnaskóg var komið sér fyrir og svo steiktir [...]

Fara efst