Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Pylsupartý og Hungurleikar

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0023. júlí 2017|

Að venju var dagskráin í Vatnaskógi fjölbreytt í gær. Listakeppni, smíðaverkstæðið og bátarnir voru á sínum stað. Keppt var í langstökki, kúluvarpi og 400m hlaupi. Knattspyrnumót milli borða hélt áfram og drengjunum bauðst að horfa á leik Íslands og Sviss [...]

Þokusúld en heitt

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0022. júlí 2017|

Þegar við komum yfir hálsinn úr Hvalfirði inn í Svínadal í gær, keyrðum við inn í þokusúld sem lá yfir dalnum, þannig að ekki sást upp að fjallinu Kambi sem er hér rétt handan við Eyrarvatn. Þokunni létti fljótlega en [...]

Starfsfólkið í 8. flokki í Vatnaskógi

Höfundur: |2017-07-21T17:54:08+00:0020. júlí 2017|

Áttundi flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið. Á svæðinu verða tæplega 80 drengir og rétt um tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar helstu upplýsingar [...]

Að kvöldi veisludags

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0013. júlí 2017|

Á morgun er síðasti dagur 6. flokks þetta árið. Drengirnir verða vaktir 30 mínútum seinna en venjulega, eða kl. 9:00. Morgunmatur hefst kl. 9:30 og að honum loknum er fánahylling og morgunstund Eftir morgunstund tekur við frjáls tími fram að hádegismat kl. [...]

Veisludagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0013. júlí 2017|

Dagskráin í gær mótaðist af rigningu. Við buðum samt upp á fjölbreytta dagskrá, hástökk, brandarakeppni, spilastund, báta og smíðaverkstæði svo fátt eitt sé nefnt. Það er blautt yfir í dag, en rigningarlaust og framundan er spennandi veisludagskrá, með skemmtilegri dagskrá. [...]

Skýin kíkja á leiki mannanna

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0012. júlí 2017|

Dagurinn í gær gekk vonum framar, reyndar hefur knattspyrnumótið farið hægt af stað, en óhætt að segja að aðrir dagskrárliðir hafi gengið frábærlega. Vatnið var gífurlega vinsælt og veðrið lék við okkur. Myndirnar tala sínu máli. Í dag hafa skýin [...]

Frábært veður í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0011. júlí 2017|

Í lok hvers matartíma í Vatnaskógi eru auglýst að jafnaði þrjú til fjögur tilboð um verkefni í frjálsum tíma. Síðan fara drengirnir í þá dagskrá sem þeir eru spenntastir yfir eða fara í eigin ævintýraverkefni í skóginum hér í kring. [...]

Starfsfólk 6. flokks í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:009. júlí 2017|

Sjötti flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið. Á svæðinu verða tæplega 100 drengir og rétt um tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar helstu upplýsingar á [...]

Að kvöldi veisludags

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:008. júlí 2017|

Á morgun er síðasti dagur 5. flokks þetta árið. Drengirnir verða vaktir 30 mínútum seinna en venjulega, eða kl. 9:00. Morgunmatur hefst kl. 9:30 og að honum loknum er fánahylling og Skógarmannaguðsþjónusta. Eftir guðsþjónustuna tekur við frjáls tími fram að [...]

Að morgni veisludags

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:008. júlí 2017|

Dagskráin í gær gekk vel. Sólin lét sjá sig þegar leið á daginn og hluti drengjanna nýtti tækifærið til að vaða í vatninu og hoppa á vatnatrampólíninu. Eftir kvöldmat fór hluti hópsins síðan í skógargöngu og klettaklifur sem sló í [...]

Fara efst