Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

3. flokkur – Fréttir úr Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0024. júní 2017|

  Komið þið sæl, nokkrar fréttir úr Vatnaskógi. Veðrið: Síðastliðna tvo daga hefur verið talsverð rigning en síðan stytti upp seinni partinn í gær. Í dag föstudag er síðan talverð gjóla úr norð-austri og eftir hádegi fór aftur að rigna. Maturinn: [...]

Sumarbúðablað KFUM og KFUK 2017

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0021. febrúar 2017|

Sumarbúðablað KFUM og KFUK með upplýsingum um dvalarflokka sumarið 2017 er komið út. Skráning í sumarbúðir félagsins hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 13:00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík, í húsi KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á [...]

Sumarvinna hjá KFUM og KFUK 2017

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:005. janúar 2017|

Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda sumarstarfsfólks til starfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum [...]

Litla jólabarn – Aðventudagar í Vatnaskógi

Höfundur: |2016-11-11T17:23:15+00:0011. nóvember 2016|

Skógarmenn KFUM bjóða nú í fyrsta skipti uppá aðventudaga í Vatnaskógi. Markmiðið er að bjóða fjölskyldum uppá jólaleg rólegheit í fallegu umhverfi Vatnaskógar. Nánari upplýsingar verða á Litla jólabarn - Aðventudagar í Vatnaskógi á Facebook. Hugmynd af dagskrá Laugardagur 3. desember Kl. [...]

Í lok veislukvöldvöku

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0025. júlí 2016|

Nú líður að lokum fyrsta stúlknaflokksins í Vatnaskógi. Nú í kvöld (mánudag) var boðið upp á vandaða dagskrá auk þess sem stúlkurnar voru hvattar til að fara í sturtu og klæða sig í betri fötin fyrir veislukvöldvökuna. Öllum stúlkunum var fyrr [...]

Veisludagur í stúlknaflokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0025. júlí 2016|

Í dag er veisludagur í Vatnaskógi. Á veisludegi í dag verður boðið upp á víðavangshlaup, sem er 4,2 km hlaup í kringum Eyrarvatn, þar sem keppendur þurfa m.a. að vaða tvo mjög mismunandi árósa, annars vegar mjög grýttan árfarveg og [...]

Vatnafjör á vatnatrampólini

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0024. júlí 2016|

Hápunktur gærdagsins reyndist vera vatnafjörið eftir kaffi, en tveir góðir Skógarmenn komu á svæðið í dag með glæsilegt vatnatrampólín. Annar fiskur flokksins veiddist í gær og stelpurnar tóku þátt í frjálsum íþróttum, meðal annars kúluvarpi. Meðal annarra verkefna má nefna [...]

Annar dagur í stúlknaflokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0023. júlí 2016|

Annar dagurinn í stúlknaflokki einkenndist af þokusúld og góðri dagskrá. Stúlkurnar notfærðu sér bátaflota Vatnaskógar og annar fiskur sumarsins kom á land. Þær tóku þátt í frjálsum íþróttum, 1500m hlaupi, hástökki og langstökki án atrennu, spiluðu brennó, mættu í listasmiðjuna og tóku [...]

Bátar, bolti og listasmiðja

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0022. júlí 2016|

Fyrsti dagurinn gekk eins og í sögu hér í Vatnaskógi. Stúlkurnar tóku virkan þátt í dagskránni, boðið var upp á knattspyrnu, dagskrá í íþróttahúsi, útileiki, báta og listasmiðju svo fátt eitt sé nefnt. Boðið var upp á gönguferð þar sem staðurinn var [...]

Fara efst