Sumarbúðastarfið handan við hornið!
Nú eru aðeins vika þangað til sumarstarfsemi KFUM og KFUK í sumarbúðum hefst af fullum krafti. Þann 2.júní hefjast dvalarflokkar í Vatnaskógi og Hólavatni. Í vikunni á eftir hefjast dvalarflokkar í Kaldárseli (6. júní), Ölveri (7. júní) og Vindáshlíð (9. [...]
Feðginaflokkur í Vatnaskógi um helgina: Spennandi dagskrá fyrir feður og dætur!
Nú um komandi helgi, 20.-22. maí verður árlegur feðginaflokkur haldinn í Vatnaskógi. Flokkurinn er opinn öllum feðrum og dætrum, og er tilvalið tækifæri til að eiga góðar og skemmtilegar samverustundir í fallegu umhverfi. Á dagskránni eru meðal annars íþróttir, leikir, [...]
Stelpur í stuði og Gauraflokkur: Uppbyggileg og skemmtileg sumardvöl!
Í sumar verða flokkarnir Gauraflokkur og Stelpur í stuði, sem eru ætlaðir fyrir börn með athyglisbrest, ofvirkni (ADHD) og skyldar raskanir, haldnir á ný í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi og Kaldárseli. Flokkurinn Stelpur í stuði verður í Kaldárseli [...]
Feðginaflokkur í Vatnaskógi 20. til 22. maí
Feðginaflokkur í Vatnaskógi verður dagana 20. til 22. maí 2011. Vatnaskógur býður uppá heillandi umhverfi sem er tilvalið til leikja og útiveru, vatnið, skógurinn og fjöllin í kring. Á svæðinu er líka gott íþróttahús, bátar, grasvellir og gistiaðstaða er hin [...]
Vinnuflokkur í Vatnaskógi á morgun, 14. maí
Laugardaginn 14. maí verður vinnuflokkur í Vatnaskógi. Verkefni dagsins verða meðal annars: Skógur ruddur fyrir nýja tjaldflöt (vestan við malarvöll) sem mun nýtast á Sæludögum, jarðýtan bíður þess að slétta svæðið. Gluggar glerjaðir sem munu verða settir í Bátaskýli Fúavörn [...]
Gauraflokkur og Stelpur í stuði
Skráning í Stelpur í stuði og Gauraflokk, sumarbúðir fyrir krakka með ofvirkni, athyglisbrest og skyldar raskanir (ADHD), er í fullum gangi. Til þess að skrá í þessa flokka þarf að fara inn á sérstakt umsóknarform sem má finna hér: Stelpur [...]
Tónleikar á kvöld grill á undan og kaffi á eftir.
Nú á sunnudaginn þann 8.maí kl. 20:00 blása Skógarmenn til stórtónleika. Á tónleikunum koma fram: Karlakór KFUM, Valgeir Guðjónsson, Jóhann Helgason, Rannveig Káradóttir og Bogomil Font og hákarlarnir. Kynnir er hinn síhressi sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Aðgangseyrir er 2.000 kr. [...]
Stórtónleikar
Á sunnudaginn þann 8.maí kl. 20:00 blása Skógarmenn til stórtónleika. Eins og flestum er kunnugt eru Skógarmenn að reisa nýjan svefn- og þjónustuskála og mun öll innkoma renna til framkvæmda við nýja skálann. Á tónleikunum koma fram: Karlakór KFUM, Valgeir [...]
Hvað eru ævintýraflokkar í sumarbúðum KFUM og KFUK?
Í öllum sumarbúðum KFUM og KFUK er boðið upp á svokallaða ævintýraflokka nokkrum sinnum yfir sumarið. Ævintýraflokkar eru ólíkir öðrum hefðbundnum dvalarflokkum að því leyti að í þeim er lögð áhersla á óvæntar uppákomur og frávik frá hefðbundinni sumarbúðadagskrá. Ævintýraflokkar [...]
Kaffisala Skógarmanna gekk vel
Kaffisala Skógarmanna sem haldin var í dag gekk mjög vel. Forsvarsmenn Skógarmanna voru aðeins efins um að þátttakan yrði ekki eins góð og vant er vegna þess að sumardagurinn fyrsti bar upp á skírdag þetta árið. Sá efi var ástæðulaus [...]
Kaffisala Skógarmanna – sumardaginn fyrsta (skírdag)
Nú á skírdag sem er einnig sumardagurinn fyrsti þann 21. apríl verður árleg kaffisala Skógarmanna KFUM haldin í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 í Reykjavík. Kaffisalan hefst kl. 14 og henni lýkur kl. 18. Kaffisalan er mikilvægur liður [...]
Sumarið nálgast og skráning í sumarbúðir heldur áfram!
Styttast fer í sumarið 2011, og undirbúningur sumarstarfsemi KFUM og KFUK heldur áfram. Spennandi sumardagskrá með ýmiss konar skemmtilegum ævintýrum er framundan í sumarbúðum félagsins, fyrir stráka og stelpur frá 6 ára aldri. Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK stendur [...]
Yfir 1000 börn skráð í sumarbúðir KFUM og KFUK síðastliðnar vikur!
Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK fyrir sumarið 2011 gengur mjög vel og er í fullum gangi. Nú hafa yfir 1000 börn verið skráð til dvalar á komandi sumri í Vatnaskógi, Ölveri, Hólavatni, Kaldárseli og Vindáshlíð. Fullt er orðið í [...]
Skráning í allar sumarbúðir KFUM og KFUK á fullu skriði!
Sumarið 2011 nálgast óðfluga með hækkandi sól, og mikil stemmning er fyrir sumarbúðastarfi KFUM og KFUK. Undirbúningur fyrir starfsemina er í fullum gangi og mikil tilhlökkun ríkir fyrir sumrinu sem er framundan. Skráning í sumarbúðirnar hefur staðið yfir í eina [...]
Vorferðir yngri deilda um helgina, 1.-2. apríl: Sumarbúðir KFUM og KFUK heimsóttar!
Sameiginleg vorferð yngri deilda æskulýðssviðs KFUM og KFUK verður farin nú um helgina, 1. -2. apríl í tilefni loka starfsins í deildunum. Stelpur fara í ferð í Vindáshlíð, Ölver og Kaldársel, og strákar í Vatnaskóg. Krakkar úr æskulýðsstarfinu á Norðurlandi [...]
Aðalfundur Skógarmanna
Aðalfundur Skógarmanna KFUM var haldinn 31. mars. Fundurinn var vel sóttur en yfir 60 menn og konur tóku þátt í aðalfundarstörfum. Mikill einhugur var á fundinum og mikill vilji að stuðla vel að starfinu í Vatnaskógi. Í stjórn voru kjörnir [...]
Sumarbúðirnar Hólavatni í Eyjafirði
Skráning er hafin í allar sumarbúðir KFUM og KFUK á Íslandi. Þær eru fimm talsins, Kaldársel, Vatnaskógur, Vindáshlíð, Ölver og Hólavatn. (http://www.skraning.kfum.is) Hólavatn eru einu sumarbúðir félagsins á Norðurlandi en þangað sækja börn af öllu landinu. Hver flokkur er fimm [...]
Sumarbúðirnar Hólavatni í Eyjafirði
Skráning er hafin í allar sumarbúðir KFUM og KFUK á Íslandi. Þær eru fimm talsins, Kaldársel, Vatnaskógur, Vindáshlíð, Ölver og Hólavatn. ( http://www.skraning.kfum.is) Hólavatn eru einu sumarbúðir félagsins á Norðurlandi en þangað sækja börn af öllu landinu. Hver flokkur er [...]