Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Út á vatninu

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0012. júlí 2016|

Þegar norðaustanáttina hafði ekkert lægt í gær og enn einn bátalaus dagurinn var framundan ákváðum við að bjóða upp á ævintýraferðir á vatninu á slöngubátnum okkar, sem að öðru jöfnu er einvörðungu notaður sem öryggistæki. Drengjunum var boðið að fara [...]

Guðsþjónusta, fótboltafár og fyndið leikrit

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0011. júlí 2016|

Dagurinn í gær hófst með guðsþjónustu og í kjölfarið var venju samkvæmt boðið upp á fjölþætta og skemmtilega dagskrá. Knattspyrnumótið er vinsælt og auk þess tók nokkur fjöldi drengja þátt í frjálsum íþróttum, mættu í listasmiðju og á smíðaverkstæðið og [...]

Kúluvarp, listasmiðja og bátar

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0010. júlí 2016|

Fyrsti dagurinn í Vatnaskógi gekk mjög vel. Dagskráin var venju samkvæmt mjög fjölbreytt og boðið upp á mikinn fjölda dagskrárliða við allra hæfi. Þythokkímót og knattspyrna, bátar og górilluísbjarnaveiðar, kúluvarp og listasmiðja voru á meðal hátt í annars tug spennandi tilboða [...]

Starfsfólk sjötta flokks

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:009. júlí 2016|

Nú er sjötti flokkur í Vatnaskógi hafinn. Á svæðinu eru 97 drengir og rúmlega tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Foringjar í 6. flokki sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Páll Ágúst Þórarinsson, Birkir Bjarnason, Ögmundur Ögmundsson, Ísak Henningsson, Benjamín [...]

5. flokkur – Lokadagur

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:008. júlí 2016|

Nú líður að lokum enn eins frábærs flokks í Vatnaskógi, frábær hóp drengja á staðnum þessa daga. Í gærdag var boðið upp á vandaða dagskrá auk þess sem strákarnir voru hvattir til að fara í sturtu og klæða sig í [...]

Veisludagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:002. júlí 2016|

Nú er verulega farið að styttast í fjórða flokki í Vatnaskógi, en í dag er veisludagur flokksins þar sem boðið verður upp á knattspyrnuleik drengja og starfsmanna, og þá munu landslið og stjörnulið etja kappi í sömu íþrótt. Það verður boðið [...]

Hæfileikasýning, bátar og blaut föt

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:001. júlí 2016|

Það rigndi allhressilega á drengina í miðjum hermannaleiknum í gær auk þess sem að drengirnir heyrðu eina þrumu dynja í Svínadalnum meðan leikurinn var í gangi. Afleiðing rigningarskúrsins var að nú höfðu drengirnir enn eitt sett af blautum fötum, en [...]

Á bátunum piltarnir bruna (uppfært)

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0030. júní 2016|

Þegar við vöknuðum í gærmorgun leit út fyrir ágætt bátaveður. Strákarnir byrjuðu á bátunum strax upp úr 10:30, en sumir áttu reyndar í erfiðleikum með goluna, enda örlítið hvassara út á vatninu en við fjöruna. Við ákváðum því að slá [...]

Leynifélag, hungurleikar og knattspyrna

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0029. júní 2016|

Fyrsti dagurinn í fjórða flokki í Vatnaskógi gekk vonum framar og það eina sem skyggði á gleðina var að bátarnir voru lokaðir allan daginn vegna stöðugrar norðaustanáttar. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, hópur drengja tók þátt í hungurleikum og [...]

Fara efst