Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vatnaskógur: Gengið of langt

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:007. ágúst 2014|

Það er óhætt að segja að við höfum gengið of langt í Vatnaskógi eftir hádegi í gær. Enda eru unglingarnir útkeyrðir og uppgefnir í augnablikinu þrátt fyrir góðan nætursvefn. Hluti hópsins hljóp 4,2 km víðavangshlaup í gærmorgun. Allflest fóru því sem næst af [...]

Vatnaskógur: Unglingaflokkur að komast á skrið

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:006. ágúst 2014|

Unglingaflokkur í Vatnaskógi hefur farið vel af stað þetta árið. Dagskráin fyrsta sólarhringinn var lágstemmd og fremur hefðbundinn, bátar, knattspyrna, frjálsar íþróttir, spilakvöld, útileikir, samhristingur, kvöldvaka, morgunstund í Skógarkirkju og vatnafjör. En núna eftir hádegismat er ætlunin að bæta í [...]

Sögulok

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:0026. júlí 2014|

Verðlaunaafhending á kvöldvöku Senn rennur níundi dvalarflokkurinn í Vatnaskógi sitt skeið á enda. Dagarnir hafa verið ljúfir og góðir þó auðvitað hafi gengið á ýmsu eins og við er að búast í svo stórum strákahópi. Strákarnir sofnuðu sælir [...]

Vatnaskógur – Indælt stríð

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:0023. júlí 2014|

Þriðji dagur þessa dvalarflokks er runninn upp með skini og skúrum. Við nutum sólar eftir hádegi í gær og var þá blásið til hermannaleiks. Að venju tókust þar á Oddaverjar og Haukdælir. Í þeim leik er bannað að meiða en [...]

Vatnaskógur – Góð byrjun í blíðviðri

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:0021. júlí 2014|

Í Vatnaskógi hófst 9. dvalarflokkur þessa sumars í dag, blíðviðrisdaginn 21. júlí. Dagskrártilboðin voru fjölbreytt; borðtennismót, fótbolti, vatnatrampólínhopp, veiði, vaða í vatni, skoðunarferð, sigling, kúluvarp og smíði svo fáein séu nefnd. Allt er með kyrrum kjörum og hópurinn mjög meðfærilegur. [...]

Vatnaskógur: Heimfarardagur

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:0019. júlí 2014|

Veislukvöldinu lauk ekki fyrr en rétt um kl. 23:00 og síðustu drengir voru komnir í ró rétt fyrir miðnætti í gær. Dagskrá dagsins verður síðan með hefðbundnu sniði en eftir morgunmat, fánahyllingu og skógarmannaguðsþjónustu verður blásið til orustu í íþróttahúsinu, [...]

Vatnaskógur: Veislukvöld framundan

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:0018. júlí 2014|

Því miður verður enginn starfsmaður við símann meðan á símatíma stendur í dag, föstudag, vegna dagskrár með drengjunum. Það verður hægt að ná sambandi ef eitthvað er, milli kl. 16:30-17:30. Dagurinn í gær var fjölbreyttur að vanda og boðið upp [...]

Vatnaskógur: Kvöldævintýri

Höfundur: |2019-10-11T14:20:58+00:0017. júlí 2014|

Í gærkvöldi eftir kvöldkaffi var blásið til miðnæturævintýraleiksins Flóttinn úr Vatnaskógi. Drengirnir notuðu óljósar vísbendingar til að leita að vistum, áður en þeir freistuðu þess að flýja upp að hliðinu í skóginum og öðlast frelsi. Reyndar bentu nokkrir drengir á [...]

Fara efst