Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vatnaskógur – 5.flokkur – 4. dagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:006. júlí 2013|

Fimmtudagurinn var mildur og góður þó einhverjar skúrir kæmu. Hægt var að vera á bátum allan daginn. Allur flokkurinn fór eftir hádegi í göngutúr niður að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem drengirnir fengu kynningu á Hallgrími Péturssyni, kirkjunni sjálfri og [...]

Vatnaskógur – 5.flokkur – 3. dagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:004. júlí 2013|

Miðvikudagurinn gekk vel og veður var gott. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá og meðal annars kassabílarally og bátsferð á gúmmíbátnum . Stífur vindur hefur komið í veg fyrir að drengirnir hafi sjálfir getað verið á bátum, en úr því [...]

Vatnaskógur – 2.flokkur – Dagur 6

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0017. júní 2013|

Kæru foreldrar og drengir!  Eflaust hafa margir foreldrar fengið það á tilfinninguna að drengirnir vildu ekki koma heim í ljósi þess að rútunum seinkaði talsvert.  Kom það til af því að önnur rútan skilaði sér ekki í Vatnaskóg á réttum [...]

Vatnaskógur – 2.flokkur – Dagur 5

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0014. júní 2013|

Heilt veri fólkið!  A.m.k. þrír naflastrengir slitnuðu í gær :).  Það þýðir að viðkomandi drengir komust yfir heimþrá sem hrjáði þá.  Það er ánægjulegt að verða vitni að slíkum sigrum því margir eru jú að gista í umsjá ókunnugra í [...]

Vatnaskógur – 2.flokkur – Fimmtudagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0013. júní 2013|

Heil og sæl öll! Nú er bongóblíða.  Hægt er að sjá myndir með því að fara á forsíðu kfum.is  og velja myndir.  Þar eru nokkrar myndir frá 2. flokki en einnig myndir úr öðrum sumarbúðum.  Engin má móðgast þó ekki [...]

Vatnaskógur – 2.flokkur – Miðvikudagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0012. júní 2013|

Þá eru nýliðarnir okkar orðnir Skógarmenn.  Þeir drengir sem eru að koma hingað í fyrsta sinn þurfa að gista í tvær nætur í flokki á vegum Skógarmanna til að kallast Skógarmenn.  Til hamingju með það kæru foreldrar.  Þegar þessi orð [...]

Vatnaskógur – 2. flokkur – Flokkur hafinn

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0011. júní 2013|

Kæru lesendur.  2. flokkur fer vel af stað.  Um 100 drengir samankomnir ásamt  öflugu starfsliði.  Það var hlýr vindur sem tók á móti drengjunum.  Því miður höfum við ekki getað opnað bátana vegna roks en bátaforingjar bjóða uppá siglingu enda [...]

Gauraflokkur 2013 – Miðvikudagurinn 5.júní

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:005. júní 2013|

Fyrsti flokkur sumarsins í Vatnaskógi hófst í gær þegar hressir strákar hófu dvöl í Gauraflokki. Fyrsti dagurinn gekk ljómandi vel. Bátarnir voru ansi vinsælir og þ.a.l. nokkrir sem náðu að bleyta sig aðeins þegar leikar stóðu sem hæst. En sem [...]

Fara efst