Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Síðasti dagurinn í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Jæja núna er síðasti dagurinn. Drengirnir leggja af stað úr skóginum klukkan 20:00 þeir sem verða sóttir ættu að vera sóttir á sama tíma. Sólin skín en það er líka smá gola. Dagskráin í dag er þétt skipuð en veislukvöldið [...]

Gola í Vatnaskógi og kátir drengir

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Fáninn dreginn að húni blaktandi og tignarlegur. Gola var í morgun þegar drengirnir voru vaktir, rúmlega 140 þreytt augu mættu í morgunmat klukkan 9. Drengirnir fóru á morgunstund og eftir að söngurinn Vakna því vökumenn var sunginn lifnaði mannskapurinn við [...]

Feðgaflokkar í Vatnaskógi 2009

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

15. árið í röð býður Vatnsaskógur upp á flokka fyrir feður og syni. Markmiðið er að efla tengsl feðga í frábæru umhverfi með skemmtilegri dagskrá. Feðgaflokkarnir verða eftirfarandi helgar: 21.-23. ágúst 28.-30. ágúst 4.-6. september Verð í feðgaflokk er kr. [...]

Fyrsti dagurinn

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Fyrsti dagurinn er liðinn í Vatnaskógi, rúmlega 70 drengir mættu fullir af orku rétt fyrir hádegi í dag. Sólin lék við okkur og voru nokkrir fótbolta leikir spilaðir, bátarnir prófaðir og kjaftasögurnar fuku í kúluhúsinu. Nokkrir hafa smitast af gelgjunni [...]

Loksins myndir frá Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Jæja núna eru loksins komnar inn myndir frá flokknum. Veðrið hefur leikið við okkur einsog sést á sumum myndunum. En hér er linkurinn að þessum myndum. http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=86571

Unglingaflokkkur í Ölveri – veisludagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Nú er skemmtileg vika á enda komin. Það voru spenntar og heimavanar stúlkur sem komu með rútunni á þriðjudaginn og ennþá spenntari starfsstúlkur sem biðu þeirra og hlökkuðu til að fá að taka þátt í gleðinni með stúlkunum. Margt er [...]

Unglingaflokkur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Tíminn æðir áfram. Unglingaflokkur í Vatnaskógi senn á enda runninn þótt ótrúlegt megi virðast. Margt hefur verið brallað þessa daga. Auk fastra dagskrárliða eins og knattspyrnumóts, frjálsra íþrótta, hermannaleiks og bátsferða þá hefur meðal annars verið boðið upp á keppni [...]

Frábærir Sæludagar í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Yfir 1200 manns heimsóttu Vatnaskóg og tóku þátt í sannkölluðum Sæludögum í frábæru veðri um verslunnarmannahelgina. Fjölbreytt dagskrá var og gleðin skein úr andlitum gestanna. Dagskráinn var þétt og höfðaði til allra aldurshópa, kvöldvökur, vatnafjör, spennandi fræðslustundir, tónleikar, íþróttir og [...]

Bátafjör í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:21:23+00:009. október 2009|

Lognið sem við höfum verið að bíða eftir kom loks í gær. Það var mikil gleði yfir því að hægt væri að opna bátana og satt best að segja fór hver og einn einasti drengur allavega einu sinni út á [...]

Fara efst