Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Könnun vegna Sæludaga 2017

Höfundur: |2019-04-29T20:29:56+00:006. ágúst 2017|

Takk fyrir þátttökuna í Sæludögum í Vatnaskógi nú í ár. Hér fyrir neðan er þjónustukönnun vegna Sæludaga. Vinsamlegast svaraðu spurningunum hér að neðan svo að Sæludagar að ári megi ganga enn betur. […]

Brottfarardagur í stúlknaflokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:001. ágúst 2017|

Í dag er síðasti dagur stúlknaflokks í Vatnaskógi þetta árið. Stúlkurnar verða vaktar 30 mínútum seinna en venjulega, eða kl. 9:00. Morgunmatur hefst kl. 9:30 og að honum loknum er fánahylling og morgunstund þar sem við munum sjá stuttmyndina „Áfram að markinu“, [...]

Veisludagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0031. júlí 2017|

Dagurinn í gær var viðburðaríkur og endaði með fjörugu náttfatapartíi og kvikmyndakvöldi sem stóð fram yfir miðnætti, þannig að núna í morgunsárið fengu stúlkurnar að sofa út. Dagskrá verður með einföldu sniði fyrir hádegi, morgunverðarhlaðborð verður opið milli kl. 10-11 [...]

Snúrubrauð, útilega og önnur ævintýri

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0030. júlí 2017|

Það var að venju margt á dagskrá í Vatnaskógi í gær. Oddakotsferð með hermannaleiksívafi, þar sem vaðið var í Eyrarvatni. Skotbolti og leikjafjör í íþróttahúsinu, fótboltaspilsmót, heitir pottar og fín kvöldvaka þar sem Birkir foringi sagði frá lífi sínu sem [...]

Hástökk, grímugerð og Hungurleikar

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0029. júlí 2017|

Dagskráin gengur vonum framar í stúlknaflokknum hér í skóginum. Stúlkurnar eru jákvæðar og spenntar fyrir dagskránni og taka þátt af krafti í öllu sem boðið er upp á. Á dagskrá í gær voru m.a. hástökk, langstökk án atrennu, grímugerð, listasmiðja, [...]

Mikil gleði en örlítið of mikið fliss :-)

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0028. júlí 2017|

Stúlknaflokkur sumarsins fer frábærlega af stað í norðaustanáttinni hér í Svínadal. Þar sem stúlkurnar eru aðeins 24 höfum við lagt minni áherslu á fjölbreytt val en lagt þeim mun meira í þá dagskrá sem boðið er upp á. Í gær [...]

Starfsfólk í stúlknaflokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0027. júlí 2017|

Stúlknaflokkur Vatnaskógar hófst í dag. Á svæðinu verða 24 stúlkur og rúmlega 10 starfsmenn á öllum aldri. Foringjar í stúlknaflokki sem annast dagskrá og umönnun stúlknanna eru Birkir Bjarnason, Gríma Katrín Ólafsdóttir, Hrafnhildur Emma Björnsdóttir og Dagur Adam Ólafsson. Eldhúsi og þrifum er stýrt [...]

Brottfarardagur

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0026. júlí 2017|

Í dag er síðasti dagur 8. flokks þetta árið. Drengirnir verða vaktir 30 mínútum seinna en venjulega, eða kl. 9:00. Morgunmatur hefst kl. 9:30 og að honum loknum er fánahylling og morgunstund þar sem við munum sjá stuttmyndina „Áfram að markinu“, en [...]

Sól og vatnafjör

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0025. júlí 2017|

Það var mikið fjör á Eyrarvatni í gær. Eftir hádegismat var drengjunum leyft að vaða og synda í vatninu, auk þess sem boðið var upp á víðavangshlaup kringum vatnið (4,2 km), málmleit og margt fleira. Flestir drengjanna nýttu sér tækifærið [...]

Hefð í starfi Vatnaskógar

Höfundur: |2019-10-11T14:20:56+00:0024. júlí 2017|

Í gær var dagskráin að venju fjölbreytt hér í Vatnaskógi. Boðið var að venju upp á margvíslegar keppnir og leiki, morgunstund og kvöldvaka voru á sínum stað, bikarkeppnin í knattspyrnu hófst eftir kaffi, en fyrir kaffi var boðið upp á hin [...]

Fara efst