Skógarvinir: Hellaskoðun við Kaldársel (breyting)
Í kvöld, föstudaginn 2. mars, hefur orðið breyting á dagskrá í Skógarvinadeild KFUM. Vegna veðurs er ekki hægt að fara í þá hella sem áætlað var í upphafi, en þess í stað munum við skoða hella í kringum sumarbúðir KFUM [...]
Lokadagur umsókna vegna sumarstarfa 2012
Á morgun fimmtudaginn 1. mars rennur út umsóknarfrestur um störf í sumarbúðum og leikjanámskeiðum KFUM og KFUK á komandi sumri. En á hverju sumri ræður KFUM og KFUK á annað hundrað ungmenni til starfa í sumarbúðum, á leikjanámskeiðum og á [...]
Skógarvinir heimsóttu Ríkisútvarpið
Skógarvinir er hópur drengja á aldrinum 12 til 14 ára sem taka þátt í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK. Hópurinn er með sérstaka áherslu á starf Skógarmanna í Vatnaskógi og hittast á tveggja vikna fresti. […]
Sumarstörf sumarið 2012: Umsóknarfrestur til 1. mars
Hér á heimasíðu KFUM og KFUK er að finna rafrænt umsóknareyðublað vegna sumarstarfa í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK fyrir sumarið 2012. […]
Skógarvinir hefjast 3. febrúar: Skráning í fullum gangi
Næsta föstudag, 3.febrúar, er fyrsti fundur Skógarvina nú á vormisseri 2012. […]
Skógarvinir fara aftur á stjá vorið 2012: Frábær dagskrá fyrir 12-14 ára drengi
Í byrjun febrúar hefja Skógarvinir göngu sína á ný á vormisseri. Skógarvinir KFUM eru hópur stráka sem taka þátt í starfi KFUM og KFUK með sérstakri áherslu á Vatnaskóg. Skógarvinir hittast reglulega alls fimm sinnum í vor og taka þátt [...]
Skráning í fjölskylduflokk í Vatnaskógi í fullum gangi: Skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Dagana 10.-12. febrúar verður fjölskylduflokkur í Vatnaskógi, þar sem skemmtileg og fjörug dagskrá verður í boði fyrir fjölskyldur. Þar gefst gott tækifæri til að efla fjölskyldutengsl og eiga góðan tíma saman í frábæru umhverfi. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa. [...]
Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi 10.- 12. febrúar 2012
Dagana 10. til 12. febrúar n.k. verður fjölskylduflokkur í Vatnaskógi, með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá (sjá fyrir neðan). […]
Upplýsingar um reikningsnúmer Vatnaskógar
Við bjóðum barnið þitt velkomið í sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Það er markmið okkar að barninu líði vel í sumarbúðunum. Hér eru nokkrar hagnýtar upplýsingar 1. Farangur Eftirfarandi upptalning gefur hugmynd um nauðsynlegan farangur: Sæng eða svefnpoki, koddi, [...]
Glæsilegur söluvarningur til styrktar nýbyggingu í Vatnaskógi
Nú er hægt að festa kaup á glænýjum, fallegum munum í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28, sérútbúnum Skógarmanna-bollum- og lyklakippum. Allur ágóði sölunnar rennur til áframhaldandi byggingar á Nýja Birkiskála í Vatnaskógi. Þessir fallegu munir eru til dæmis [...]
Léttkvöld AD KFUM fimmtudag 17. nóv.
Hið árlega Léttkvöld Aðaldeildar KFUM verður haldið að Holtavegi 28 í Reykjavík, fimmtudagskvöldið 17.nóvember næstkomandi kl.19:00. […]
Samráðsþing KFUM og KFUK um komandi helgi í Vatnaskógi
Nú um komandi helgi, 21.-23. október verður samráðsþing KFUM og KFUK á Íslandi haldið í Vatnaskógi. Undanfarin ár hefur það orðið að föstum lið hjá félaginu að halda samráðsþing stjórna og starfsstöðva félagsins að hausti til. Við þetta tækifæri koma [...]
Athugið: Síðustu forvöð að vitja óskilamuna úr sumarbúðum KFUM og KFUK
Enn er mjög mikið magn ósóttra óskilamuna úr sumarbúðum KFUM og KFUK síðan á liðnu sumri í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík. Um er að ræða muni úr Vindáshlíð, Ölveri, Kaldárseli og Vatnaskógi. Á næstu dögum [...]
Samráðsþing KFUM og KFUK haldið í Vatnaskógi helgina 21.-23.október
Helgina 21.-23. október verður samráðsþing KFUM og KFUK á Íslandi haldið í Vatnaskógi. Undanfarin ár hefur það orðið að föstum lið hjá félaginu að halda samráðsþing stjórna og starfsstöðva félagsins að hausti til. Við þetta tækifæri koma saman stjórn KFUM [...]
AD KFUM – ferð í Vatnaskóg 13.október: Rútuferð frá Holtavegi kl.18
Fimmtudaginn 13. október verður farið í árlega ferð AD (Aðaldeildar) KFUM í Vatnaskóg. Brottför verður með rútu frá húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í Reykjavík kl.18. Kvöldverður verður snæddur í Vatnaskógi, og síðan verður kvöldvaka í umsjá AD-nefndar KFUM [...]
Skógræktarfélag Vatnaskógar
Mikil þörf er á að grisja skóginn og gera hann aðgengilegri. Mörg verkefni má nefna í því samhengi, til dæmis að halda við og merkja þá stíga sem hafa verið gerðir um skóginn auk þess að fjölga þeim. Klippa þarf [...]
Óskilamunir úr Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri og Kaldárseli í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi
Athygli er vakin á því að mikið magn ósóttra óskilamuna úr sumarbúðum KFUM og KFUK hefur safnast í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík, eftir dvalarflokka sumarsins. Einnig eru óskilamunir af fermingarnámskeiðum sem haldin eru í Vatnaskógi, [...]