Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Vatnaskógur – 8. flokkur – Dagur 3

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:0018. júlí 2013|

Veðrið var gott í gær. Margt var um að vera: - Hluti drengjanna fór í ferðalag. Fyrst var róið yfir Eyrarvatnið og svo gengið upp á fjallstindinn hér á móti sem er hluti af Skarðsheiðinni. Þeir tóku með sér nesti [...]

Frestun á heimferð frá Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:59+00:0012. júlí 2013|

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna frestast heimferð úr 6. flokki frá Vatnaskógi. Nánari tímasetning kemur á eftir hér á KFUM.is. Við biðjum afsökunnar á óþægindum sem þetta kann að valda. Uppfært 18:18,rúturnar lagðar af stað í bæinn. Nú eru þeir ofan í [...]

Vatnaskógur – 6. flokkur – Dagur 4

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0012. júlí 2013|

Vakna, því vökumenn! Sváfum hálftíma lengur í morgun og það var gott, mjög gott. Dagurinn hófst á morgunmat, morgunfánahyllingu, morgunstund og morgunvakt. Þessi morgun var í fínu lagi og tók hádegismaturinn við klukkan 12. Veisludagurinn runninn upp og veðrið: Rigning [...]

Vatnaskógur – 6. flokkur – Dagur 3

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0011. júlí 2013|

Rigning og 100% raki en so what. Það er ógeðslega gaman hérna. Bátarnir eru opnir og við vöðum bara samt! Reyndar er þetta svolítið þannig að maður hoppar út í og finnur fyrir ísköldu vatninu og eyðir síðan restinni af [...]

Vatnaskógur – 6. flokkur – Dagur 2

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:0010. júlí 2013|

Dagurinn einkenndist af sól og miklum hita framan af degi. Mikið fjör var við bátaskýlið og óðu drengirnir í vatninu, léku sér á bátum og voru dregnir á gúmmítuðru. Íþróttahúsið var lítið í notkun en þó eru alltaf einhverjir sem [...]

Vatnaskógur – 5. flokkur – 6. dagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:006. júlí 2013|

Í dag laugardag er síðasti heili dagur drengjanna í Vatnaskógi. Þrátt fyrir vætu hefur veður verið nokkuð gott. Heldur hefur þó bætt í vind eftir því sem liðið hefur á daginn. Í morgun spiluð "Landsliðið" og "Pressan" knattspyrnuleik og eftir [...]

Vatnaskógur – 5. flokkur – 5. dagur

Höfundur: |2019-10-11T14:21:00+00:006. júlí 2013|

Föstudagurinn var hefðbundinn dagur með hraðmóti í innanhússknattspyrnu, frjálsum íþróttum og svokölluðum gryfjubolta (skotbolti). Þrátt fyrir einhverju úrkomu viðraði vel og drengirnir gátu verið úti og farið á báta. Dagurinn tókst vel og áður en hefðbundinn kvölddagskrá hófst skoruðu foringjarnir [...]

Fara efst