Unglingaflokkur – dagur 2

Höfundur: |2016-08-04T11:51:37+00:004. ágúst 2016|

Í gær, miðvikudaginn 3. ágúst, var veður áfram með mestum ágætum, þó sólin léti sjá sig bara öðruhverju og stutt í senn. Sem fyrr var þétt dagskrá yfir daginn. Dagurinn var merkilegur líka fyrir þær sakir að þá voru 93 [...]

Unglingaflokkur 2016 – fyrsti dagur.

Höfundur: |2016-08-03T18:35:20+00:003. ágúst 2016|

Unglingaflokkur hófst í gær, þriðjdaginn 2. ágúst, í blíðskaparveðri. Hópurinn samanstendur af tæplega 60 lífsglöðum unglingum. Sumir hafa komið hér áður, jafnvel oft, en margir hér í fyrsta sinn. Gaman er að segja frá því að kynjahlutföllin eru nálægt því [...]

Sæludagar 2016 könnun

Höfundur: |2019-04-29T20:29:56+00:002. ágúst 2016|

Kærar þakkir fyrir komuna á Sæludaga. Við teljum að hátt í 1000  manns hafi heimsótt Vatnaskóg um helgina. Fjölmargir dagskrárliðir voru í boði. Meðal annars voru tónleikar og þar sem þau Gréta Salóme og hljómsveitin Omótrax slógu í gegn. Þá var [...]

Í lok veislukvöldvöku

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0025. júlí 2016|

Nú líður að lokum fyrsta stúlknaflokksins í Vatnaskógi. Nú í kvöld (mánudag) var boðið upp á vandaða dagskrá auk þess sem stúlkurnar voru hvattar til að fara í sturtu og klæða sig í betri fötin fyrir veislukvöldvökuna. Öllum stúlkunum var fyrr [...]

Veisludagur í stúlknaflokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0025. júlí 2016|

Í dag er veisludagur í Vatnaskógi. Á veisludegi í dag verður boðið upp á víðavangshlaup, sem er 4,2 km hlaup í kringum Eyrarvatn, þar sem keppendur þurfa m.a. að vaða tvo mjög mismunandi árósa, annars vegar mjög grýttan árfarveg og [...]

Vatnafjör á vatnatrampólini

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0024. júlí 2016|

Hápunktur gærdagsins reyndist vera vatnafjörið eftir kaffi, en tveir góðir Skógarmenn komu á svæðið í dag með glæsilegt vatnatrampólín. Annar fiskur flokksins veiddist í gær og stelpurnar tóku þátt í frjálsum íþróttum, meðal annars kúluvarpi. Meðal annarra verkefna má nefna [...]

Annar dagur í stúlknaflokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0023. júlí 2016|

Annar dagurinn í stúlknaflokki einkenndist af þokusúld og góðri dagskrá. Stúlkurnar notfærðu sér bátaflota Vatnaskógar og annar fiskur sumarsins kom á land. Þær tóku þátt í frjálsum íþróttum, 1500m hlaupi, hástökki og langstökki án atrennu, spiluðu brennó, mættu í listasmiðjuna og tóku [...]

Bátar, bolti og listasmiðja

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0022. júlí 2016|

Fyrsti dagurinn gekk eins og í sögu hér í Vatnaskógi. Stúlkurnar tóku virkan þátt í dagskránni, boðið var upp á knattspyrnu, dagskrá í íþróttahúsi, útileiki, báta og listasmiðju svo fátt eitt sé nefnt. Boðið var upp á gönguferð þar sem staðurinn var [...]

Stúlknaflokkur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0021. júlí 2016|

Fyrsti stúlknaflokkurinn í Vatnaskógi hófst í dag. Á staðnum eru rúmlega 30 stúlkur og á annan tug starfsmanna. Foringjar í stúlknaflokki sem annast dagskrá og umönnun stúlknanna eru Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Kristín Sigrún Magnúsdóttir,  Gríma Katrín Ólafsdóttir, Ingibjörg Lóreley Zimsen Friðriksdóttir, Hrafnhildur [...]

Í lok veislukvöldvöku í 7. flokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0019. júlí 2016|

Nú líður að lokum enn eins flokksins í Vatnaskógi. Nú í kvöld (þriðjudag) var boðið upp á vandaða dagskrá auk þess sem strákarnir voru hvattir til að fara í sturtu og klæða sig í betri fötin fyrir veislukvöldvökuna. Hópur drengja [...]

Fara efst