Orðnir Skógarmenn KFUM

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:006. júlí 2017|

Eftir að hafa gist í tvær nætur í Vatnaskógi í hefðbundnum dvalarflokki í sumarbúðunum eru dvalargestir með formlegum hætti Skógarmenn KFUM. Við segjum stundum að þeir gangi inn í eigandahóp sumarbúðanna Vatnaskógi ásamt með 14-15.000 öðrum núlifandi Íslendingum. Í eldri hópunum eru [...]

Fyrsti dagur í 5. flokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:005. júlí 2017|

Í gær mættu tæplega 100 drengir á aldrinum 9-11 ára í Vatnaskóg. Fyrsta ævintýrið í flokknum fyrir suma var að flýta sér út á bát eftir hádegismatinn og uppgötva að það er ekki nóg að segjast kunna að róa þegar [...]

Starfsfólk í 5. flokki í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:003. júlí 2017|

Fimmti flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið. Á svæðinu verða rétt um 100 drengir og tæplega tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar helstu upplýsingar á slóðinni http://www.kfum.is/vatnaskogur/vatnaskogur-upplysingar-fyrir-foreldra-og-forradamenn/ [...]

Stutt í annan endann

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:003. júlí 2017|

Í kvöld var veislukvöldverður og hátíðarkvöldvaka í Vatnaskógi, þar sem farið var yfir helstu afrekin hér í 4. flokki. Fyrr um daginn fór helmingur drengjanna í fjallgöngu upp á Kamb, sem er fjallstindurinn hér norðan við Eyrarvatn og aðrir kepptu [...]

Náttfatapartý í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:002. júlí 2017|

Rangsælisdagurinn í dag var fjörugur í meira lagi. Eftir að hafa fengið svínasnitzel í kvöldmat í hádeginu, var boðið upp á dagskrá við bátaskýlið, leynifélag og leiki, körfuboltamót, fussballkeppni og fjölmargt fleira. Hádegismaturinn kl. 18:30 var hafður úti við þar [...]

Rangsælisdagur framundan

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:001. júlí 2017|

Gærdagurinn var um margt hefðbundinn hér í Vatnaskógi, boðið var upp á hástökk og langstökk án atrennu, innanhúsknattspyrnumót hófst, bátarnir voru opnir, boðið var upp á fjársjóðsleit og nokkrir drengir fengu að skanna svæðið með málmleitartækjum svo fátt eitt sé nefnt. [...]

Annar dagur, ný ævintýri

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0030. júní 2017|

Gærdagurinn gekk upp og ofan hjá okkur hérna í Vatnaskógi. Eftir hádegi ákváðum við að hefja vatnafjör með vatnatrampólíni og tuðrudrætti, en því miður lét sólin ekki sjá sig og drengirnir urðu fljótt kaldir og dasaðir við að ærslast í [...]

Ævintýraflokkur hefst í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0029. júní 2017|

Ævintýraflokkur í Vatnaskógi hófst með krafti í gær. Samhristingur, hungurleikar, kúluvarp, knattspyrna, bátar og 60m hlaup voru meðal dagskrárliða. Það skiptust á skin og skúrir, en drengirnir létu það ekki á sig fá, enda enginn verri þó hann vökni ögn [...]

Starfsfólkið í 4. flokki í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0027. júní 2017|

Fjórði flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið, fyrsti ævintýraflokkur sumarsins. Á svæðinu verða rétt um 100 drengir og tæplega tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Fyrir drengi sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð foreldra eða forráðamanna, þá eru allar helstu [...]

3. flokkur í Vatnaskógi – veisludagur

Höfundur: |2017-06-26T11:09:47+00:0024. júní 2017|

Komið þið sæl nú er veisludagur runninn upp í Vatnaskógi. Allt gengur vel þrátt fyrir veðrið hafi ekki leikið við okkur. Hópurinn samanstendur af hressum og skemmitlegum strákum sem eru samtaka og til mikillar fyrirmyndar. Veðrið: Það er búinn að vera [...]

Fara efst