Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Góður dagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:007. júlí 2017|

Dagskráin í gær var fjölbreytt að venju. Smíðaverkstæðið hefur verið mjög vinsælt hjá drengjunum. Þá voru bátarnir opnir hluta dags og meðal annarra verkefna má nefna fótbolta og skotbolta, spilastund, ævintýraleik með þátttöku allra ásamt 100 drengja „Einnar krónu“. Framundan [...]

Orðnir Skógarmenn KFUM

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:006. júlí 2017|

Eftir að hafa gist í tvær nætur í Vatnaskógi í hefðbundnum dvalarflokki í sumarbúðunum eru dvalargestir með formlegum hætti Skógarmenn KFUM. Við segjum stundum að þeir gangi inn í eigandahóp sumarbúðanna Vatnaskógi ásamt með 14-15.000 öðrum núlifandi Íslendingum. Í eldri hópunum eru [...]

Fyrsti dagur í 5. flokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:005. júlí 2017|

Í gær mættu tæplega 100 drengir á aldrinum 9-11 ára í Vatnaskóg. Fyrsta ævintýrið í flokknum fyrir suma var að flýta sér út á bát eftir hádegismatinn og uppgötva að það er ekki nóg að segjast kunna að róa þegar [...]

Starfsfólk í 5. flokki í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:003. júlí 2017|

Fimmti flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið. Á svæðinu verða rétt um 100 drengir og tæplega tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar helstu upplýsingar á slóðinni http://www.kfum.is/vatnaskogur/vatnaskogur-upplysingar-fyrir-foreldra-og-forradamenn/ [...]

Stutt í annan endann

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:003. júlí 2017|

Í kvöld var veislukvöldverður og hátíðarkvöldvaka í Vatnaskógi, þar sem farið var yfir helstu afrekin hér í 4. flokki. Fyrr um daginn fór helmingur drengjanna í fjallgöngu upp á Kamb, sem er fjallstindurinn hér norðan við Eyrarvatn og aðrir kepptu [...]

Náttfatapartý í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:002. júlí 2017|

Rangsælisdagurinn í dag var fjörugur í meira lagi. Eftir að hafa fengið svínasnitzel í kvöldmat í hádeginu, var boðið upp á dagskrá við bátaskýlið, leynifélag og leiki, körfuboltamót, fussballkeppni og fjölmargt fleira. Hádegismaturinn kl. 18:30 var hafður úti við þar [...]

Rangsælisdagur framundan

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:001. júlí 2017|

Gærdagurinn var um margt hefðbundinn hér í Vatnaskógi, boðið var upp á hástökk og langstökk án atrennu, innanhúsknattspyrnumót hófst, bátarnir voru opnir, boðið var upp á fjársjóðsleit og nokkrir drengir fengu að skanna svæðið með málmleitartækjum svo fátt eitt sé nefnt. [...]

Annar dagur, ný ævintýri

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0030. júní 2017|

Gærdagurinn gekk upp og ofan hjá okkur hérna í Vatnaskógi. Eftir hádegi ákváðum við að hefja vatnafjör með vatnatrampólíni og tuðrudrætti, en því miður lét sólin ekki sjá sig og drengirnir urðu fljótt kaldir og dasaðir við að ærslast í [...]

Ævintýraflokkur hefst í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0029. júní 2017|

Ævintýraflokkur í Vatnaskógi hófst með krafti í gær. Samhristingur, hungurleikar, kúluvarp, knattspyrna, bátar og 60m hlaup voru meðal dagskrárliða. Það skiptust á skin og skúrir, en drengirnir létu það ekki á sig fá, enda enginn verri þó hann vökni ögn [...]

Starfsfólkið í 4. flokki í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:57+00:0027. júní 2017|

Fjórði flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið, fyrsti ævintýraflokkur sumarsins. Á svæðinu verða rétt um 100 drengir og tæplega tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Fyrir drengi sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð foreldra eða forráðamanna, þá eru allar helstu [...]

Fara efst