Kúluvarp, listasmiðja og bátar
Fyrsti dagurinn í Vatnaskógi gekk mjög vel. Dagskráin var venju samkvæmt mjög fjölbreytt og boðið upp á mikinn fjölda dagskrárliða við allra hæfi. Þythokkímót og knattspyrna, bátar og górilluísbjarnaveiðar, kúluvarp og listasmiðja voru á meðal hátt í annars tug spennandi tilboða [...]
Starfsfólk sjötta flokks
Nú er sjötti flokkur í Vatnaskógi hafinn. Á svæðinu eru 97 drengir og rúmlega tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Foringjar í 6. flokki sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Páll Ágúst Þórarinsson, Birkir Bjarnason, Ögmundur Ögmundsson, Ísak Henningsson, Benjamín [...]
5. flokkur – Lokadagur
Nú líður að lokum enn eins frábærs flokks í Vatnaskógi, frábær hóp drengja á staðnum þessa daga. Í gærdag var boðið upp á vandaða dagskrá auk þess sem strákarnir voru hvattir til að fara í sturtu og klæða sig í [...]
5. flokkur Vatnaskógar stuttar fréttir
Hér koma nokkrar fréttir úr Vatnaskógi. Í dag var frábært veður, farið í ævintýraleik, mikið buslað en sett var upp jakahlaupabraut á vatninu og reyndu margir við hana. Bátar voru líka vinsælir og smiðjan var líka gangi. Íþróttir skipa líka [...]
5. flokkur Vatnaskógar
Nú er fimmti flokkur sumarsins kominn í fullan gang hér í Vatnaskógi. Drengirnir eru rétt tæplega 100 talsins og gengur allt vel. Þessa viku eru yfir 20 starfsmenn og sjálfboðaliðar í skóginum. Elsti starfsmaðurinn kominn rétt yfir sjötugt og yngstu [...]
Að loknum veisludegi – Upplýsingar um heimferð úr 4. flokki
Nú líður að lokum enn eins frábærs flokks í Vatnaskógi. Í gærdag var boðið upp á vandaða dagskrá auk þess sem strákarnir voru hvattir til að fara í sturtu og klæða sig í betri fötin fyrir veislukvöldvökuna. Hópur drengja atti [...]
Veisludagur í Vatnaskógi
Nú er verulega farið að styttast í fjórða flokki í Vatnaskógi, en í dag er veisludagur flokksins þar sem boðið verður upp á knattspyrnuleik drengja og starfsmanna, og þá munu landslið og stjörnulið etja kappi í sömu íþrótt. Það verður boðið [...]
Hæfileikasýning, bátar og blaut föt
Það rigndi allhressilega á drengina í miðjum hermannaleiknum í gær auk þess sem að drengirnir heyrðu eina þrumu dynja í Svínadalnum meðan leikurinn var í gangi. Afleiðing rigningarskúrsins var að nú höfðu drengirnir enn eitt sett af blautum fötum, en [...]
Á bátunum piltarnir bruna (uppfært)
Þegar við vöknuðum í gærmorgun leit út fyrir ágætt bátaveður. Strákarnir byrjuðu á bátunum strax upp úr 10:30, en sumir áttu reyndar í erfiðleikum með goluna, enda örlítið hvassara út á vatninu en við fjöruna. Við ákváðum því að slá [...]
Leynifélag, hungurleikar og knattspyrna
Fyrsti dagurinn í fjórða flokki í Vatnaskógi gekk vonum framar og það eina sem skyggði á gleðina var að bátarnir voru lokaðir allan daginn vegna stöðugrar norðaustanáttar. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, hópur drengja tók þátt í hungurleikum og [...]
Starfsfólk fjórða flokks
Nú er fjórði sumarbúðaflokkur sumarsins að fara í fullan gang hér í Vatnaskógi. Drengirnir eru rétt tæplega 100 talsins og fjörið er rétt að hefjast. Þessa viku eru yfir 20 starfsmenn og sjálfboðaliðar í skóginum. Elsti starfsmaðurinn kominn rétt yfir [...]
Myndir úr 3. flokki
Þá eru loks komnar myndir úr 3. flokki í Vatnaskógi. Myndirnar má sjá hér.
Fréttir frá Vatnaskógi (3. flokkur)
Síðustu daga hafa verið tæknileg vandamál hér í Vatnaskógi, netsambandið hefur legið niðri og því hefur ekki verið hægt að setja inn fréttir eða myndir. Við biðjumst afsökunar á því. Síðustu dagar hafa svo sannarlega verið viðburðarríkir. Fimmtudag og föstudag [...]
Tæknivandamál í Vatnaskógi
Vegna tæknilegra vandamála í Vatnaskógi er ekki hægt að senda fréttir eða myndir frá staðnum. Unnið er að viðgerð. Bestu kveðjur.
Fyrsti dagur 3. flokks
Ævintýraflokkur í Vatnskógi hófst í gær. Hingað komu tæplega 80 drengir. Staðurinn tók vel á móti þeim með sól og góðu veðri. Eftir að hafa komið sér fyrir, tók við hefbundin dagskrá með knattspyrnu, útiveru, íþróttum og svo að sjálfsögðu [...]
Veislu og heimferðardagur
Í gær var veisludagur í 2. flokki hér í Vatnaskógi. Foringjarnir kepptu við drengina í æsispennandi knattspyrnuleik þar sem drengirnir stóðu sig með stakri prýði og síndu mjög flotta takta á löngum köflum. Sérstakur veislukvöldmatur var á boðstólnum en drengirnir [...]
Líf og fjör í Vatnaskógi
Dagurinn í gær var sannkallað ævintýri fyrir drengina. Strax eftir hádegið var haldið út í Oddakot í æsispennandi hermannaleik þar sem að Oddverjar öttu kappi við Haukdæli. Veðrið var ekki af verri endanum þannig að ákveðið var að staldra aðeins [...]
Náttfatapartý og fleira skemmtilegt
Í gær var hefðbundin dagskrá í Vatnaskógi, boðið var uppá frjálsaríþróttir, fótbolta, báta, nokkur mót voru keyrð í íþróttahúsinu og smíðaverkstæðið var á sínum stað. Þá var haldið æsispennandi kassabílarallí og að sjálfsögðu var landsleikur Íslands og Ungverjalands sýndur við [...]