Forsíða2024-06-05T18:24:22+00:00
Yfirlitsmynd af Vatnaskógi

Kaffisala og tónleikar Skógarmanna 23. apríl

17. apríl 2015|

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, verður kaffisala Skógarmanna og tónleikar á Holtavegi 28. Kaffisalan hefst kl. 14:00 og stendur til 18:00. Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til að styðja starfið og njóta glæsilegra veitinga á þessum degi. – Frábærar veitingar. [...]

Opnunartími skrifstofu í apríl og maí 2015

31. mars 2015|

Yfir páskahátíðina verður lokað á skrifstofunni frá og með 2. apríl og opnar aftur á hefðbundnum tíma 7. apríl. Opnunar– og afgreiðslutími í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík, í apríl og maí 2015 verður alla virka daga milli [...]

Skráningarkvöld miðvikudaginn 25.mars

19. mars 2015|

Við viljum minna á að skráningar í sumarbúðir (Vindáshlíð, Vatnaskóg, Hólavatn, Ölver og Kaldársel) og leikjanámskeið (Lindakirkju og Reykjanesbæ) hefjast miðvikudagskvöldið 25.mars kl. 18:00. Netskráning verður í boði á www.sumarfjor.is en einnig verður opið á skrifstofu félagsins á Holtavegi 28 [...]

Aðalfundur Skógarmanna KFUM fimmtudaginn 19. mars

17. mars 2015|

Aðalfundur Skógarmanna KFUM verður haldinn fimmtudaginn 19. mars kl. 20:00 í húsi KFUM og KFUK Holtavegi 28. Venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinum mun Björn Jóhannsson landlagsarkitekt kynna hugmyndir af framtíðarskipulagi staðarins. Kaffiveitingar.

Aðal- og ársfundir innan KFUM og KFUK

16. mars 2015|

Aðal- og ársfundir starfseininga KFUM og KFUK á Íslandi verða allir haldnir í marsmánuði og hefjast kl. 20:00. Á aðal- og ársfundum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, starfsskýrslur kynntar, endurskoðaðir reikningar lagðir fram, fjárhagsáætlanir kynntar, kosið er í stjórnir og umræður [...]

Óskilamunir sumarstarfsins 2014

22. september 2014|

Við viljum minna fólk á að vitja óskilamuna frá sumarstarfi sumarbúða og leikjanámskeiða KFUM og KFUK. Þriðjudaginn 30.september verður óvitjuðum óskilamunum ráðstafað til hjálparstarfs. Við viljum biðja fólk um að athuga hvort það hafi nokkuð villst fatnaður annarra barna og [...]

Heilsudagar karla í Vatnaskógi 12.-14. september 2014

3. september 2014|

Helgina 12. -14. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi. Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára. Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar. [...]

Feðgaflokkur í Vatnaskógi

20. ágúst 2014|

Í lok sumarstarfs bjóða Skógarmenn upp á Feðgaflokk í Vatnaskógi. Flokkurinn er fyrir feður og syni 7 ára og eldri. Spennandi dagskrá verður í boði, íþróttir, bátar, gönguferðir og ýmsir leikir. Kvöldvökur að hætti Skógarmanna verða á sínum stað. Strákatími [...]

Vatnaskógur: Lokadagur

14. ágúst 2014|

Þegar við vöknuðum í morgun var búið að slétta vatnið, þannig að hægt var að spegla sig í því. Þetta er kærkomin breyting eftir þriggja daga norðaustan rok, þó að vatnið gárist örlítið núna eftir morgunmatinn.  […]

Vatnaskógur: Skógarmet slegið

13. ágúst 2014|

Það gerist ekki á hverju ári að skógarmet sé slegið í Vatnaskógi. En Skógarmet eru skilgreind sem besti árangur sem einstaklingur hefur náð í ákveðinni íþróttagrein í sínum aldursflokki í frjálsíþróttamótinu í Vatnaskógi. Í Vatnaskógi eru tvær greinar í frjálsíþróttamótinu [...]

Vatnaskógur: Töfrabrögð

13. ágúst 2014|

Það var frábært að fá drengina inn í matskálann eftir fyrstu tvær klukkustundirnar á töframannanámskeiði Jóns Víðis í gær. Sumir þeirra komu hlaupandi til að sýna mér töfrabrögð þar sem þeir ýttu 10 króna peningi inn í höfuðið á bakvið [...]

Vatnaskógur: Fjölbreytt dagskrá

12. ágúst 2014|

Þrátt fyrir að lokavika sumarsins sé töframannanámskeið, aðeins fjórir dagar, drengirnir séu óvenjufáir og rokið óvenjumikið, þýðir það alls ekki að við gefum afslátt á hefðbundinni dagskrá. Dagurinn í gær byrjaði með sameiginlegri dagskrá í íþróttahúsinu, þar sem farið var í [...]

Vatnaskógur: Keppnir og dansleikur

10. ágúst 2014|

Nokkrir af unglingunum í flokknum umbreyttu rými í óinnréttuðum hluta Birkiskála í dansgólf, fundu til tæki og tól til tónlistarflutnings og dönsuðu inn í nóttina í gær undir taktföstum takti frá dj sem kom úr hópi unglinganna.  […]

Vatnaskógur: Útilega eða kvikmyndakvöld

9. ágúst 2014|

Seint í gær héldu 9 ofurhugar ásamt starfsmönnum í útilegu í fjalllendinu austast í Svínadal og þegar þetta er ritað hefur hópurinn ekki skilað sér aftur í hús. Dagskrá annarra þátttakenda var rólegri en tók samt á, enda horfðum við saman [...]

Vatnaskógur: Rólegur dagur

8. ágúst 2014|

Eftir dagskrá miðvikudagsins töluðu margir þátttakendur um mikilvægi þess að taka það rólega í gær, fimmtudag, sem við og gerðum. Verkefni gærdagsins voru þannig í rólegri kantinum, bátunum var lokað vegna veðurs, en þess í stað buðum við upp á frjálsar [...]

Vatnaskógur: Gengið of langt

7. ágúst 2014|

Það er óhætt að segja að við höfum gengið of langt í Vatnaskógi eftir hádegi í gær. Enda eru unglingarnir útkeyrðir og uppgefnir í augnablikinu þrátt fyrir góðan nætursvefn. Hluti hópsins hljóp 4,2 km víðavangshlaup í gærmorgun. Allflest fóru því sem næst af [...]

Vatnaskógur: Unglingaflokkur að komast á skrið

6. ágúst 2014|

Unglingaflokkur í Vatnaskógi hefur farið vel af stað þetta árið. Dagskráin fyrsta sólarhringinn var lágstemmd og fremur hefðbundinn, bátar, knattspyrna, frjálsar íþróttir, spilakvöld, útileikir, samhristingur, kvöldvaka, morgunstund í Skógarkirkju og vatnafjör. En núna eftir hádegismat er ætlunin að bæta í [...]

Sögulok

26. júlí 2014|

Verðlaunaafhending á kvöldvöku Senn rennur níundi dvalarflokkurinn í Vatnaskógi sitt skeið á enda. Dagarnir hafa verið ljúfir og góðir þó auðvitað hafi gengið á ýmsu eins og við er að búast í svo stórum strákahópi. Strákarnir sofnuðu sælir [...]

Fara efst