Sjálfboðaliðar á Sæludögum 2014
Undirbúnings- og skipulagsnefnd Sæludaga í Vatnaskógi 2104 óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa á hátíðinni, í hinum ýmsu verkefnum. […]
Vatnaskógur – Indælt stríð
Þriðji dagur þessa dvalarflokks er runninn upp með skini og skúrum. Við nutum sólar eftir hádegi í gær og var þá blásið til hermannaleiks. Að venju tókust þar á Oddaverjar og Haukdælir. Í þeim leik er bannað að meiða en [...]
Vatnaskógur – Góð byrjun í blíðviðri
Í Vatnaskógi hófst 9. dvalarflokkur þessa sumars í dag, blíðviðrisdaginn 21. júlí. Dagskrártilboðin voru fjölbreytt; borðtennismót, fótbolti, vatnatrampólínhopp, veiði, vaða í vatni, skoðunarferð, sigling, kúluvarp og smíði svo fáein séu nefnd. Allt er með kyrrum kjörum og hópurinn mjög meðfærilegur. [...]
Vatnaskógur: Heimfarardagur
Veislukvöldinu lauk ekki fyrr en rétt um kl. 23:00 og síðustu drengir voru komnir í ró rétt fyrir miðnætti í gær. Dagskrá dagsins verður síðan með hefðbundnu sniði en eftir morgunmat, fánahyllingu og skógarmannaguðsþjónustu verður blásið til orustu í íþróttahúsinu, [...]
Vatnaskógur: Veislukvöld framundan
Því miður verður enginn starfsmaður við símann meðan á símatíma stendur í dag, föstudag, vegna dagskrár með drengjunum. Það verður hægt að ná sambandi ef eitthvað er, milli kl. 16:30-17:30. Dagurinn í gær var fjölbreyttur að vanda og boðið upp [...]
Vatnaskógur: Kvöldævintýri
Í gærkvöldi eftir kvöldkaffi var blásið til miðnæturævintýraleiksins Flóttinn úr Vatnaskógi. Drengirnir notuðu óljósar vísbendingar til að leita að vistum, áður en þeir freistuðu þess að flýja upp að hliðinu í skóginum og öðlast frelsi. Reyndar bentu nokkrir drengir á [...]
Vatnaskógur: Fjársjóðsleit og hermannaleikur
Í gær var drengjunum boðið að taka þátt í fjársjóðsleit í skóginum. Þegar þetta er skrifað eru drengirnir í hermannaleik fyrir morgunmat og framundan er fjölbreytt dagskrá í dag m.a. miðnæturævintýraleikur. […]
Dagskrá Sæludaga 2014
Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi. Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til flestra aldurshópa. […]
Vatnaskógur: Fyrsti dagur í ævintýrum
Það voru þreyttir drengir sem lögðust á koddann sinn um kl. 23 í gærkvöldi eftir viðburðaríkan fyrsta dag í ævintýraflokki í Vatnaskógi. Dagskráin í gær var þó með hefðbundnum hætti og fátt sérlega ævintýralegt í gangi. Við buðum m.a. upp [...]
Vatnaskógur: Lokadagur og heimför
Eftir skemmtilegt veislukvöld í gær voru strákarnir komnir í ró rétt fyrir kl. 23:00. Þrátt fyrir að það sé farið að síga á seinni hlutann í flokknum þá slökkum við ekkert á í dagskránni strax, en eftir morgunstund og Biblíulestur [...]
Vatnaskógur: Veisludagur framundan
Því miður verður enginn starfsmaður við símann meðan á símatíma stendur í dag, föstudag, vegna dagskrár með drengjunum. Það verður hægt að ná sambandi ef eitthvað er, milli kl. 15:30-16:30. Dagskráin í gær gekk vel og þrátt fyrir rigningu og [...]
Vatnaskógur: Hefðbundinn dagur með hermannaleik
Við biðjumst velvirðingar á fréttaseinkunninni í dag, en Vatnaskógur missti netsamband í nótt vegna rafmagnsleysis á netsendum í sveitinni. Dagurinn í gær var um margt hefðbundinn sumarbúðadagur. Dagskráin samanstóð af frjálsum íþróttum og frjálsum leik, bátum og boltaleikjum auk þess [...]
Vatnaskógur: Gönguferð og matur
Hluti drengjanna valdi að fara í gönguferð upp í skóginn í gær, yfir klettabelti hér austan við okkur og síðan kringum vatnið þar sem þurfti að vaða ósana við sinn hvorn endann. Á meðan fóru aðrir drengir á báta, nú [...]
Vatnaskógur: Fyrsti dagurinn
Fyrsti dagurinn byrjaði vel hér í Vatnaskógi í gær. Veðrið hefur leikið við okkur og drengirnir nutu sín vel á vatninu og í vatninu, úti á fótboltavelli og í frjálsum íþróttum auk þess sem við buðum upp á dagskrá í [...]
Vatnaskógur: Heimför
Nú styttist 5. flokkur verulega í annan endann. Framundan er morgunmatur, morgunstund, orusta í íþróttahúsinu, hádegismatur, pökkun, lokastund og lokakaffitími með ís og kleinuhring. Heilt yfir hefur allt gengið vel og drengirnir voru í miklu stuði í gær á hátíðarkvöldvökunni [...]
Vatnaskógur: Hermannaleikur og guðsþjónusta
Í gær fóru strákarnir í hinn gífurlega vinsæla hermannaleik sem að þessu sinni var haldinn í Oddakoti. Það er óhætt að segja að drengirnir hafi skemmt sér frábærlega í leiknum, enda veðrið gott og skógurinn fallegur. […]
Vatnaskógur – Þreyttir og sáttir
Í gærkvöldi fundum við að drengirnir voru orðnir mjög þreyttir eftir tveggja daga öfluga dagskrá og í morgun var óvenjurólegt í morgunmatnum enda drengirnir hálf eftir sig eftir fyrstu tvo dagana. Við munum því taka það rólega fyrri hluta dagsins, [...]
Vatnaskógur: Góð byrjun hjá framtíðar Skógarmönnum
Þegar drengir hafa dvalið í Vatnaskógi í tvær nætur í hefðbundnum dvalarflokki þá tilheyra þeir hópi Skógarmanna KFUM, en í hópi Skógarmanna er rétt um 10% íslenskra karlmanna. Skógarmenn finnast víða, á heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, við rannsóknir í frægustu háskólum [...]